Skírnir - 01.01.1946, Blaðsíða 178
176
Trausti Einarsson
Skírnir
að síga né rísa um 1 m á mörgum áraþúsundum og hefði
eins vel getað staðið alveg í stað. Og það er sennilegasta
niðurstaðan, þar eð eldri og yngri hlutar strandflatarins
ættu að öðrum kosti að vera greinilega og óeðlilega mis-
háir. En flöturinn, sem örlítið lækkar fram til fjörunnar,
er sennilegast allur myndaður við sömu sjávarstöðu, án
þess þó, að sagt verði af eða á um nokkurra desimetra af-
stöðubreytingu láðs og lagar.
í stuttu máli sagt: Strandfletir, sem hljóta að vera
nokkurra þúsunda ára gamlir, hafa bæði í nágrenni
Reykjavíkur og á Sléttu þá afstöðu til núverandi sjávar-
máls, sem þeir uppruna síns vegna hljóta að hafa haft til
þess sjávarmáls, er þeir mynduðust við, og getur varla
skeikað meiru en metra á hæðinni.
Nú skulum vér næst athuga ýmsar sand- og malarmynd-
anir, fornar og nýjar, sem einnig hafa ákveðna afstöðu
til þess sjávarmáls, sem þær urðu til við. Samanburður á
eldri og yngri myndunum af því tagi sýnir einnig kyrr-
stöðu landsins í áraþúsundir.
IV. Sand- op malarmyndanir.
Sandur og möl, sem myndast við landbrot á brima-
strönd, getur horfið í djúpið og borizt frá landi. En þessi
mylsna getur einnig borizt með ströndum fram og stað-
næmzt þar, sem var er í víkum og vogum. Þannig getur
samhliða niðurrifi á einum stað farið fram uppbygging
og útfærsla strandarinnar á öðrum. Fer það eftir ein-
kennum strandarinnar, lögun hennar og afstöðu eyja fram
undan henni með hliðsjón af höfuðvindáttum, hvar niður-
rif á sér stað og hvar upphleðsla.
Upphleðslan er sjaldan stöðugt fyrirbrigði. Er hún
meðal annars háð aðflutningum á efninu. Teppist þeir,
getur hafizt niðurrif þar, sem áður var byggt upp. Breyt-
ing á eyjum, töngum eða veðráttu getur þannig haft mikil
áhrif á malarmyndanir.
Við lága, sendna strönd vinnur sjórinn á annan hátt en