Skírnir - 01.01.1946, Blaðsíða 230
228
Ritfregnir
Skírnir
þegar gamanleikur er á ferð, hraði í samtölum og kyndugir atburð-
ir, en hann spillir jafnharðan fyrir sér með ýkjum og klúrri fram-
setningu. Ef röskur þriðji partur leikritsins hefði farið í pappirs-
körfuna, hefði útkoman getað orðið nýtilegur gamanleikur.
Annars er það góðra gjalda vert að gefa út smáleiki fyrir hin
fjölmörgu félög, sem sinna leikstarísemi víðs vegar um landið.
Kristján S. Sigurðsson hefur riðið á vaðið með leikriti sínu og þýð-
ingu á leikriti Oskars Braatens. Er þess að óska, að hann og aðrir,
sem láta þessa útgáfustarísemi til sín taka, setji markið hátt og
vandi val viðfangsefnanna. Það er staðreynd, að viðvaningar á
leiksviði ná beztum árangri, þegar viðfangsefnin eru þess virði, að
eitthvað sé lagt í sölurnar fyrir þau. Það er til niðurdreps fyrir
leikendur og spillir smekk áhorfenda að fást æ ofan í æ við hégóm-
legt léttmeti. L. S.
GuSmundur Daníelsson frá Guttormshaga: Það fannst gull l daln-
um. Sjónleikur — Útvarpsleikur í tveim þáttum. Útgefandi Isa-
foldarprentsmiðja h.f. Reykjavík 1946.
Einhvers staðar hef ég séð — ég man ekki í bili hvar — svar
eítir Bernard Shaw við fyrirspurn um mismuninn á söguritun og
leikritun. Hann tekur upp kafla úr-Macbeth og breytir honum í
skáldsögu. Kaflinn úr Macbeth var ein stutt ræða — fáeinar línur
prentaðs máls —, skáldsögukaflinn þé nokkrar blaðsíður og hlaup-
ið frá efninu í miðjum klíðum, niðurlagi ræðunnar sleppt.
Þess bæri að óska, að þeir, sem taka sér fyrir hendur að skrifa
leikrit, hefðu ávallt þetta dæmi í huga. Leikritið með sínum þrem,
fjórurn eða fimm þáttum á þetta 80 til 120 blaðsíðum prentaðs
máls er á móti skáldsögunni eins og niðursoðin kæfa úr heilu kindar-
krofi. Málalengingar líðast ekki, og.það, sem meira er, það líðst
ekki heldur, að persónur í leiknum tali aukatekið orð fyrir munn
hæstvirts höfundar. Þær verða að tala sínu eigin máli, lifa sínu eigin
lífi. Undanteknar eru þær persónur,. sem höfundur fær til að bera
skírsl fyrir sjálfan sig. Þær eru aldrei af verri endanum, oftast svo
til heilagir rnenn, ef hægt væri að trúa þeim, og undantekningar-
laust þrautleiðinlegar.
Þessar almennu atþugasemdir komu mér í hug', þegar ég las leik-
ritið „Það fannst gull í dalnum". Það skal þegar sagt, að leikritið
er hvorki verra né betra en gengur og gerist um íslenzk leikrit með
fáum undantekningum — sem stendur virðist tegundin, sem is-
lenzkir leikritahöfundar hafa í huga, þegar þeir setja saman þessa
þrjá, fjóra eða fimm þætti, sem þeir svo kalla leikrit, vera eins
konar bræðingur úr Samtali í sveit eftir Magnús Grímsson og ný-
móðins amerískum kvikmyndatexta. Og síðan útvarpið kom til sög-
unnar, cr einfaldlega sett jafnaðarmerki á milli sjónleiks og út-
varpsleiks.