Skírnir - 01.01.1946, Blaðsíða 21
Skírnir
Sigurður Guðmundsson og Smalastúlkan
19
eintölum Hamlets og telui' leiksviðsbreytingarnar í „Kaup-
manninum frá Feneyjum“. Vegarnestið er ekki ónýtt,
fornsögurnar og leikrit Shakespeares.
Þegar orð fór að fara af kunnáttu og hæfileikum Sig-
urðar, urðu margir til að styðja hann fjárhagslega, svo
að hann þurfti ekki að líða skort á námsárunum. Þreng-
ingar hans byrja fyrst eftir heimkomuna, en þá varð hann
fyrir því óhappi að skaðast um 150 rd. á kunningja sín-
um, vegna góðvildar sinnar og hrekkleysis. — Það gleður
mann að lesa bréf utan af Islandi til Sigurðar Hafnar-
árin. Allir virðast samtaka að hygla honum einhverju,
4 rd. frá systur hans, 200 rd. úr Skagafirði, 3 rd. úr Eyja-
firði, 41 rd. frá ísafirði, 55 rd. frá alþingismönnum. Þó
í litlu sé, er eins og landið sé að gera út kjörinn son. Sem
vænta mátti, varð samt Jón Sigurðsson tillögudrýgstur í
stuðningi við Sigurð. í efnaleysinu var hann ekki einasta
banki íslands í Kaupmannahöfn um þessar mundir, held-
ur hafði hann í handraðanum einhvern menntamálasjóð,
sem aldrei varð þurrausinn. Útvegir hans voru þúsund-
faldir, þegar annars vegar voru efnilegir, ungir menn í
einhverjum kröggum. Jón studdi Sigurð í orði og verki,
og hann virðist hafa skilið það einn manna, að Sigurður
var síður en svo að slá frá sér náminu, þegar hann tók að
lesa menningarsögu landsins út úr fornsögunum og gefa
sig æ meira og meira að söfnun forngripa. Það komst
mjög snemma inn hjá Sigurði að verða sögumálari, og
hann áleit, alveg í anda Höyens, verksvið íslenzks sögu-
málara vera fornsögurnar. Á skólaárunum var hann þeg-
ar tekinn til við uppdrætti, sem sýndu atriði úr íslend-
ingasögum. Síðar urðu þeir uppistaðan í „lifandi mynd-
um“, sem hann sýndi áhorfendum í Gildaskálanum í
Reykjavík. En þjóðin var milli vita, „skilur illa heimsk-
una, því síður vizkuna“, sagði Matthías.17) Þjóðin sá samt
undir eins, að þetta var fallegt og maðurinn sérkennileg-
ur, sem að því stóð. íslenzkir stúdentar í Kaupmannahöfn
auknefndu hann Sigurð Geni.ls)
2*