Skírnir - 01.01.1946, Blaðsíða 239
Skírnir
llitfregnir
237
atburðum, en þó höfundinum sjálfum ekki sízt. Og hann verður
oss hugstæður, þótt aldraður sé orðinn og nokkuð klaksár, er hann
) itar söguna. Hann virðist að eðlisfari hafa verið glaðsinna og
bjartsýnn, léttur í máli, söngvinn og hneigður fyrir ferðalög, líkt
og ýmsir ættmenn hans og sveitungar. Þessu skýtur upp milli hinna
settlegu lína hins öldurmannlega og margreynda klerks. En minnis-
stæðastur er hann þó og verður þar sem hann stendur í prédikunar-
stólnum í kirkjunni að Klaustri fimmta sunnudag eftir trínitatis
sumarið 1783, brynjaður ofurmannlegu trúnaðartrausti og snýr
bæn sinni gegn ólgandi hraunstraumi Skaftárelda. Og þar, við vall-
grónar tóttir hinnar fornu klausturkirkju, hvíla bein hans undir
óbrotnum steini.
Ævisaga síra Jóns hefur áður komið út i heilu lagi, en ýmsir kafl-
ar oftar. Pyrri útgáfan var uppseld, og var því ærin ástæða til þess
að gefa bókina út að nýju. Mér þykir það galli, að rit síra Jóns um
Skaftáreld skyldi ekki fylgja með, því að það lýsir höfundi sínum
ekki síður en ævisagan sjálf og er auk þess hin merkasta heimild,
sem til er um hinn mikla jarðeld, er mestur hefur orðið hér og ægi-
legastur síðan landið byggðist. Að öðru leyti er gott eitt um þessa
útgáfu að seg'ja, og hefur verið vandað til hennar i hvívetna, enda
er hún útgefendunum til mikils sóma.
Tveir merkir Skagfirðingar hafa ílenzt í Skaftafellssýslu, síra
Jón Steingrímsson og Sveinn Pálsson læknir. Báðir voru þeir mikil-
menni og þó ekki líkir. Sveinn var gæddur þeirri snilligáfu, að hann
varð afburðamaður þrátt fyrir andstæð örlög. Síra Jón var ekki
slíkur maður af sjálfum sér. En í deiglu ægilegra örlaga kom hinn
skíri málmur skapferðar hans í ljós, það hugartáp og hjartaprýði,
sem gerðu hann að mikilmenni. Þá atburði og örlög lagði skaft-
fellsk náttúra til. Þess vegna verður síra Jón ekki skilinn frá
Skaftafellsþingi. Pálmi Hannesson.
Islands Kortlægning. En historisk Premstilling af N. E. Nörlund.
Ejnar Munksgaard. Kbh. 1944. [Gæodætisk Instituts Publicationer
VII.]
Á öndverðu ári 1945 bárust hingað þær fregnir frá Svíþjóð, að
út væri komin í Kaupmannahöfn mikil bók um mælingu íslands
eftir N. E. Nörlund prófessor. Síðan var bókarinnar beðið með mik-
illi eftirvæntingu, en ekki mun hún hafa borizt hingað fyrr en um
sumarið, er samgöngur tókust aftur milli íslands og Danmerkur.
Fyrsta eintakið, sem ég sá, var í eigu eins þeirra manna, er heim
kom með e.s. Esju i júlímánuði það surnar. Örfá eintök komu hér
í bókaverzlanir, en seldust á svipstundu, og sást bókin þar e'.ki sið-
an, því að upplagið var svo lítið, aðeins 400 eintök, að það dró
skammt á móti eftirspurninni, sem var geysimikil, bæði frá bóka-
verzlunum og einstökum mönnum. En útgefendur sendu ríkisstjórn