Skírnir - 01.01.1946, Blaðsíða 236
234 Ritfregnir Skírnir
en til að mynda vatnsgrautur er. Þetta var fljótlegt og hægara en
að semja sjálfur.
Veganesti það, sem börnin fá við lestur sumra þessara rita, er
enginn undirstöðumatur. Það fyllir huga þeirra með margvíslegri
þynnku héðan og handan að, sem bægir frá öðru, sem mætti verða
þeim til langælegri nytja, og þjóðinni með.
Börn á Islandi eiga að vera íslenzk. Þau eiga að taka við af þeim,
sem nú bera hita og þunga dagsins, og varðveita í framtíðinni og
efla íslenzkt þjóðerni og menningu. Þegar í barnæsku á að gera þau
þátttaka i menningararfi þjóðarinnar. Þegar í æsku eiga þau að
fá sína vígslu.
Sá sem þessa bók tók saman, próf. Símon Jóh. Ágústsson, hefur
tekið þátt í starfi í þágu uppeldismála þjóðarinnar, rætt um þau
mál og ritað. Barnabækurnar hefur hann tekið til athugunar í
grein, sem hann skrifaði fyrir nokkrum árum. Bók þessi er því ekki
samin út í bláinn. Efni hennar eru íslenzkar vísur, þulukorn og
kvæði, sem hvert barn hér á landi á að kunna. Áður fyr lærðu menn
slíkt mest af vörum gamla fólksins, nú er margt breytt, nú verður
að taka bækurnar í þjónustu sína til að gera þetta eign allrar æsk-
unnar.
Ég held að allt, sem í bókinni stendur, sé sjálfsagt og gott og ég
mundi ekki kjósa neitt af þvi frá. Stundum hefði ég, þegar tekin
er ein vísa úr kvæði, viljað hafa meira af því: það er oft svo vand-
ræðalegt um beztu kvæði, þegar menn kunna ekki nema fyrsta er-
indið. Bókin er ekki nema 90 bls., þar af meira en helmingur mynd-
ir, letrið stórt, svo að það sé sem bezt við barna hæfi. Það er því
takmarkað, sem hægt er að taka. Hins vegar er efnið óþrjótandi,
og væri æskilegt að fá fleiri bækur í líkum anda, en með ýmsu móti,
svo að þær væru við hæfi barna á ýmsu reki.
Myndirnar eru, að því ei' mér virðist, við barna hæfi, misjafnar
vitanlega, en sumar reglulega skemmtilegar. Á stöku stað held ég
vel hefði farið, efnis vegna, að hafa nokkru meiri sveitarbrag á
myndunum. E. 0. S.
Húsfreyjan á BessastöSum. Bl’éf Ingibjargar Jónsdóttur til bl’óð-
ur síns, Gríms amtmanns. Finnur Sigmundsson bjó til prentunar.
Hlaðbúð. Reykjavík 1946.
Gömul blöð, bréf konu fyrr á dögum til kærs bróður, sem hún
dvelur ævilangt fjarvistum við, en þráir að hafa í návist sinni. En
forlögin haga því svo, að hún fær ekki þá ósk sína uppfyllta.
Úr þessum gulnuðu blöðum verður heil bók, bréfin verða að
sjálfsævisögu Ingibjargar Jónsdóttur, allt frá því hún er ung stúlka
með móður sinni í Viðey og þangað til hún er orðin öldruð kona
og bróðir hennar, Grímur amtmaður, andast 1849. Nær þetta yfir
. 40 ára tímabil.