Skírnir - 01.01.1946, Blaðsíða 237
Skírnir
Ritfregnir
235
Byrji maður á bókinni, held ég' flestum verði að halda áfram og
lesa hana til enda í einni striklotu.
Orðfærið ber vott um fastlyndi, málið er kjarnyrt og ekki von-
um meira dönskuskotið, einkum þegar á líður. Umhyggja hennar
fyrir sínum er sívakandi, og bréfin veita mikla fræðslu um þá, og
er þar vitanlega sú vitneskja dýrmætust, sem bréfin veita um son
hennar, skáldið Grím Thomsen. Umhverfið á Bessastöðum sést
glöggt, og er skemmtilegur samanburðurinn á því við frásögn Bene-
dikts Gröndals i ævisögu hans. Eða við frásagnir af skólanum i
Reykjavík í Minningum úr Menntaskóla.
Mörgum mun þykja gaman að veita athygli hinum skörpu og
hressilegu orðatiltækjum, hnittni og snerpu, sem allir kannast við
frá Grími syni hennar. Þetta er ættgengt, því að ýmsir ættingjar
hennar nú á dögum kunna enn að koma fyrir sig orði.
Það myndu margir þakka Finni Sigmundssyni landsbókaverði
fyrir að finna meira af sliku „óskrásettu dóti“, eins og' hann orðar
það. Kristjana Þorsteinsdóttir.
Ævisaga síra Jóns Steingrímssonar eftir sjálfan hann, 2. Útgáfa.
Skaftfellingafélagið gaf út. Guðbrandur Jónsson sá um útgáfuna.
Reykjavik 1945.
Það var næsta vel viðeigandi, að Skaftfellingafélag'ið hóf út-
gáfustarfsemi sína á sjálfsævisögu síra Jóns Steingrímssonar. Síra
Jón var að vísu Skagfirðingur að ætt og' uppruna, en forlögin
fengu honum staðar og' starfs í Skaftafellsþingi, og þar varð hann
stórmenni i skiptunum við Skaftárelda.
Jón Steingrímsson var fæddur að Þverá i Blönduhlíð 10. sept.
1728, bóndason, en hið bezta ættaður. Föður sinn missti hann tæp-
lega 10 ára gamall. Horfði þá ekki líklega um lærdómsframa, en
fyrir löngun sjálfs sín og atbeina Lúðvígs Harboes komst hann
þó í Hólaskóla og útskrifaðist þaðan árið 1750. Næsta ár verðui'
hann djákni á Reynistað hjá Jóni Vigfússyni, klausturhaldara
þar. Klausturhaldari dó í ölæðiskasti haustið 1752. Eftir ár og
dag kvænist síra Jón ekkju hans, Þórunni Hannesdóttur Scheving,
fyrir girndarráð hennar, að því er virðist. Síðan flytjast þau að
Frostastöðum í Blönduhlíð og búa þar í tvö ár. Stjúpbörn síra Jóns
áttu Reyni og Dyrhóla í Mýrdal, en með því að nú gerist illa ært
um Norðurland, flyzt síra Jón suður þangað, og býr um hríð að
Hellum í Reynishverfi, prestlaus, við vaxandi velmegun, enda var
hann búsýslumaður mikill, framkvæmdasamur og fengsæll. En ör-
lögin tefla sitt tafl. Árið 1760 losnar Fellsprestakall i Mýrdal með
óvenjulegum hætti. Síra Jón er kallaður til embættisins og tekst
það á hendur gegn ætlun sinni og' vilja, að því er virðist. Vígist
hann nú að Felli og situr þar i sóma og' góðu yfirlæti hátt á
annan áratug sem mikils virtui' kennimaður, búhöldur og' læknir.