Skírnir - 01.01.1946, Blaðsíða 191
Skírnir
Afstaða láðs og lag’ar á síðustu árþúsundum
189
fallslega litla aukning, sem orSið hefur á 700 árum, bendir
því til margra þúsunda ára aldurs sléttunnar, enda er
sennilegast, að malarsléttan hafi tekið að myndast, er
landið komst í nýtt jafnvægi upp úr síðustu ísöld, þegar
jökulfarginu var létt af því.
Á öðrum rekamörkum, sem fyrrgreindur máldagi getur
um á Sléttu og enn eru til, er því miður ekki mikið að
græða í þessu sambandi. Geta má „grásteins, er stendur
fyrir ofan mölina inn frá Hvaltjörnum“. Steinn þessi er
enn rekamark milli Rifs og Blikalóns og stendur nokkra
metra ofan við mölina, þ. e. malarkambinn, sem liggur
með sjónum, en Hvaltjarnir stíflast uppi bak við þennan
kamb. „Tjarnir“ er að vísu nokkuð veglegt nafn á þess-
um smápollum, sem þarna voru, er ég fór um, og höfðu
þó undanfarið gengið miklar rigningar. Sennilega hafa
þessar „tjarnir“ verið stærri til forna, en það gæti skýrzt
með því, að malarkamburinn hefði færzt nokkuð inn frá
sjónum. Hins vegar gefur sambandið við grásteininn það
til kynna, að stórvægilegar breytingar hafa ekki getað
orðið.
V. Strandbreytingar á síðari öldum.
Hér hefur nú verið rætt um þær upplýsingar, sem strand-
myndanir gefa um afstöðu lands og sjávar á liðnum ára-
þúsundum. Meðalsjávarmál hefur verið ákveðið með met-
ers nákvæmni eða meir. Sú nákvæmni er ekki mikil, ef um
stutt tímabil væri að ræða, en samanburður nær hér yfir
þúsundir ára. Þótt afstaðan hefði breytzt um 1 m á 3000
árum, væri það ekki nema 3 cm á öld að meðaltali. og er
það færsla, sem vonlaust væri að mæla með beztu fáan-
legum verkfærum, og ennfremur stærð, sem er alveg þýð-
ingarlaus frá hagnýtu sjónarmiði. Reykjavík stafaði
aldrei nein hætta af slíku sigi, þótt sýnt væri, að það ætti
sér stað.
Það landsig, sem menn tala um og sumir þykjast bein-
línis sjá, mætti ekki vera minna en 1-2 m á öld til þess