Skírnir - 01.01.1946, Blaðsíða 170
168
Ti'austi Einarsson
Skirnir
eldri blágrýtislögin vestan-, norðan- og austanlands, merki
landbrots eru þar víðast hvar glögg
Þetta eldra blágrýti er yfirleitt mjög sprungið, og lóð-
réttir hamraveggir í því geta ekki staðið nema tiltölulega
stuttan tíma. Veðrun, frostsprenging og vatnsrennsli myl-
ur fljótlega úr hömrunum, þar til þeir eru orðnir mjög
hallandi, en þá má segja, að eins konar jafnvægisástand
komist á og frekari eyðing verði hægfara. Þess vegna eru
inn til dala á Norðurlandi t. d. hvergi lóðréttir hamra-
veggir, nema þar sem smájöklar hafa setið undir hömr-
um löngu eftir ísöld eða fram til þessa dags. Jöklarnir
hafa sýnilega grafið svo ört undan rótum hamranna, að
önnur öfl höfðu ekki við að halda við halla þeirra.
En eins er þetta út til strandanna, þar sem sjórinn
gnauðar við rætur hamranna. Þar eru víða lóðrétt stand-
berg, einkanlega á annesjum. Sýnir það, að sjórinn gref-
ur hraðar við rótina en svo, að „jafnvægishallinn" haldist
á hömrunum.
Þessi eyðing strandarinnar er þó ekki svo ör, að breyt-
ing sjáist á einum mannsaldri. Að vísu hrynur mikið úr
þessum björgum vegna þess að brattinn er of mikill, en
eigi veit ég til þess, að menn hafi beinlínis séð færslu
strandarinnar sjálfrar. f því sambandi er þó vert að minn-
ast þess, að byggð ból eru sjaldan við slíka hamra.
En þegar ströndin er lágir sand- eða jarðvegsbakkar,
sem brimið mæðir á, getur gröfturinn og færslan orðið
sýnileg hverjum manni, og eru mörg dæmi þess hér á
landi.
Sums staðar hagar svo til á eyjum fyrir opnu hafi eða
á lágri brimaströnd, að fastur berggrunnur nær lítt eða
ekki upp fyrir sjávarmál. Brimið getur þá komizt að jarð-
vegsþekjunni, og í ofviðrum tætir það hana í sundur.
Gengur það svo upp frá því lengra á land en áður. En þeg-
ar jarðveginum hefur verið sópað ofan af klöppunum,
hefst árásin á þær sjálfar, og mun brimið þá ekki eitt að
verki, heldur hefur frostsprengingin mjög veruleg áhrif
á lækkun klappanna. Sjórinn flæðir yfir klappirnar á