Skírnir - 01.01.1946, Blaðsíða 247
Skírnii'
Skvrslur og reikningar
III
og annálaheftis. — Af Fornbréfasafni hefði komið út 2. hefti XIV.
bindis síðast-liðið ár, en 3. hefti þess kæmi þetta ár.
Þá urðu nokkrar umræður um útgáfustarfsemi félagsins og tóku
til máls Halldór Stefánsson, fv. forstjóri, Steinn Dofri, ættfræðing-
ur, fundarstjóri, Guðmundur Hlíðdal, Björn Sigfússon, háskóla-
bókavörður, forseti félagsins, Jakob Benediktsson, magister, og
Snæbjörn Jónsson, bóksali. Bar hann fram eftirfarandi tillögu:
„Sökum þess, að lög og stjórnarfyrirkomulag Bókmenntafélags-
ins er að dómi ýmsra félagsmanna orðið svo úrelt, að það hói starf-
semi félagsins, ályktar aðalfundur þessi að kosin skuli þegar í stað
nefnd þriggja félagsmanna til þess að gera tillögur um breytingar
á lögunum, sem og framtíðar-tilhögun á útgáfustarfsemi og bók-
sölu félagsins,- Skal nefnd sú hafa skilað stjórninni tillögum sínum
eigi síðar en 6. janúar 1947, og sé fundi þessum frestað fram í næst-
komandi febrúar og tillögur nefndarinnar þá lagðar fyrir hann“.
Engar umræður fóru fram um þessa tillögu. Var hún samþykkt
með 10 atkvæðum, en síðan kosnir, samkvæmt uppástungu tillögu-
manns, þeir Ólafur B. Erlingsson, Jakob Benediktsson og Björn
Sigfússon í þessa nefnd (með 8 atkvæðum). Var aðalfundi síðan
frestað.
G. J. Hlíðdal.
Alexander Jóhannessoii.
Reikningur
um tekjur og gjöld Hins íslenzka Bókmenntafélags áriíS 1945.
T e k j u r :
1. Styrkur úr ríkissjóði ......................... kr. 41587,50
2. Tillög félagsmanna:
a. Fyrir 1945 greidd......'......... kr. 23621,14
b. — — ógreidd ..................— 3712,50
c. . — fyrri ár ,................... —- 3925,30
----------------- 31258,94
3. Náðargjöf frá verndara félagsins .............. — 500,00
4. Seldar bækur í lausasölu ...................... —- 10984,45
5. Fyrir leyfi til ljósprentunar á 1. útg. af kvæðum
Bjarna Thorarensens ...........................— 2500,00
6. Vextir árið 1945:
a. Af verðbréfum ................... kr. 1420,50
b. — bankainnstæðu ................. — 1036,14
----------------- 2456,64
Samtals
kr. 89287,53