Skírnir - 01.01.1946, Blaðsíða 15
Skírnir
Sigurður Guðmundsson og' Smalastúlkan
13
lært í æsku, og þeim var illa við hann, því þeir vissu, að
hann var tannhvass og fór stundum ómjúkum orðum
jafnvel um þá, sem völdin og féð hafa.“4)
III.
Veturinn 1873-74 var kallaður „Hreggviður stóri“ eða
„svellavetur hinn mikli“.n) Þá var Sigurður Guðmunds-
son málari, rétt fyrir jólin, að mála leiktjöldin í „Hellis-
menn“ Indriða Einarssonar niðri í ísköldum stóra salnum
í Glasgowhúsi. Hann var maður á bezta aldri og hafði
alltaf verið heilsuhraustur, en það sló að honum í kuldan-
um í Glasgow, og varð hann veikur upp úr kvefi því, sem
hann fékk, „og batnaði aldrei að fullu, heldur þverruðu
lífskraftarnir smátt og smátt, þrátt fyrir ýmsar tilraun-
ir, er bæði læknar og ýmsir vinir hans gjörðu til að gefa
honum heilsuna aftur; þó lá hann ekki rúmfastur nema
fáeina síðustu dagana, þegar svo mikill bjúgur var kom-
inn í fætur hans, að hann gat ekki gengið“.c)
Þjóðhátíðarsumarið kom, og uppi varð fótur og fit til
að taka á móti kónginum. Sigurður Guðmundsson var
fenginn til að segja fyrir um skreytingu í kóngstjaldi og
aðra viðhöfn á Þingvöllum, enda varð ekki fram hjá hon-
um gengið vegna þekkingar hans á staðnum og listfengi.
Hann tók þetta að sér, þó að heilsa hans héngi í bláþræði.
Ekki fékk hann öllu ráðið, sem hann hefði helzt kosið,7)
en vel féllu handaverk hans konungi í geð. Hafði Krist-
ján IX. spurt Hilmar Finsen landshöfðingja, „hvort ekki
mætti gera neitt fyrir þennan mann (gefa honum orðu eða
medalíu), þá er sagt, að Finsen hafi sagt: „Han har
ikke fortjent noget.“ “ Kuldalega tekið í mál dauðvona
manns, en varla öðruvísi en búast mátti við, því að Sig-
urður var einlægur í andstöðu við stjórnina og bar kald-
an hug til Dana, eða eins og Indriði Einarsson kemst að
orði í minningum sínum um Sigurð: Finsen mun hafa ór-
að fyrir, að „Aldarhrollur“ væri til.8) Hér er sleginn
mjög viðkvæmur strengur í skapgerð Sigurðar, sem oft