Skírnir - 01.01.1946, Blaðsíða 30
28
Lárus Sigurbjörnsson
Skírnir
eins til að spana menn til að æfa sig í að leika, því til þess
hafa íslendingar stærri hæfilegleika en margir af ykkur,
sem eruð í Höfn, halda. Þú manst, að ég til þessa hældi
ekki hlutunum meira en þeir áttu skilið, enda þykir mér
það mikil sönnun, að þeir, sem aldrei hafa séð leikið, leika
hér ef til vill allra bezt. Menn verða og að athuga það, að
hvorki leikrit eða tableau eru gerð fyrir hálfdanskan skríl-
inn í Yík, heldur fyrir þá betri Islendinga, sem margir
unna þeirri skemmtun og sækja það jafnvel meira en efn-
in Ieyfa, en þótt hinir horfi á, það skaðar ekki.“ Síðar
skorar hann enn á Steingrím að leggja sér lið í þessu efni,
og tiltekur, að hann eigi að þýða „Kvenskrattann“ (The
Taming of the Shrew) eftir Shakespeare, „því það er þó
það einasta, sem helzt mætti leika hér af hans stykkjum“.
Um þessar mundir þýðir Steingrímur King Lear eftir
Shakespeare, en ekki komst leikritið á prent fyrr en 1878.
Sigurður fékk útleggingu Steingríms haustið 1869 og segir
í bréfi til hans: „Gladdi hún mig mikið. En nú vantar
Hamlet, Othelló og Romeó og Júlíu, og að þessi tvö, sem
búin eru, verði prentuð.“3S) Einmitt þessi leikrit, sem
Sigurður nefnir, þýddi Matthías Jochumsson, og koma þau
út árin 1878, 1882 og 1887.
Það varð Matthías Jochumsson, en ekki Steingrímur
Thorsteinsson, sem gerðist fyrsti liðsmaður Sigurðar í
baráttunni fyrir leikhúsinu. Einmitt þegar Sigurður er
að skrifa Steingrími, sumarið 1861, er Matthías Jochums-
son á ferð með kvekurunum um sveitir og öræfi eins og
til að sækja í sig veðrið til að semja „Útilegumennina“.
Veturinn áður hafði hann lesið „Die Ráuber“ eftir Schill-
er, „og mun það hafa heldur æst en sefað geðsmuni mína“,
segir Matthías sjálfur. Og um haustið flytur hann inn í
sama hús (næst Klúbbnum) og þeir búa í Sigurður málari
og Jón Árnason bókavörður, — „báðir gagnteknir og full-
ir af íslenzkum fróðleik; höfðu þeir því mikil og margvís-
leg áhrif á mig“, segir Matthías.30) Hér skrifaði nú Matt-
hías „Útilegumennina“ 1 jólaleyfinu undir handarjaðri
þessara manna, og leikritið var þegar í stað tekið til flutn-