Skírnir - 01.01.1946, Blaðsíða 72
Andi’és Björnsson
Skírnir
70
í hug að halda sér við frásögn þáttarins, að Halldór treysti
sér ekki til þess. Það kom engan veginn heim við skoðun
hans á Halldóri. í huga Gríms er Halldór svo frábær mað-
ur á alla lund, að hann getur ekki lækkað hann á kostnað
kvæðishetjunnar. Svar Halldórs við beiðni konungs verð-
ur líka með þeim brag hjá Grími, að ókunnur lesandi hlýt-
ur að álíta það haft eftir heimildinni með stakri sam-
vizkusemi. Grímur undirstrikar það einnig til frekari
áherzlu:
— ,,Með konungs hundum, harðast seni að bíta,“
Halldór svarar, „var eg aldrei fundinn.“
Halldórs undanfærslu aðrir hlíta,
enginn þykist níðings hlýðni bundinn, —
og við Heming kljást á köldum sævi
kalla sé við færri manna hæfi.
Orðin, sem Grímur gerir Halldóri upp, lýsa engum efa um
rammleik hans sjálfs. Hitt lætur kvæðið í Ijós, að Halldór
telji það níðingsverk, ef hann leggi sig í að þreyta kapp við
Heming eða kæfa hann á sundi, eins og konungur virðist
vilja. Aðrir hirðmenn teljast undan að etja kappi við
Heming, af því að þeir treysta sér ekki til þess, en svo er
ekki um Halldór.
Þegar konungur sjálfur hefur beðið ósigur fyrir Hem-
ingi í kafsundinu, lætur Grímur Halldór spyrja hann í
nöpru háði, hvort sjórinn hafi ekki verið kaldur.
Er konungur og menn hans halda burt frá Torgum,
gerir Grímur Ijóst, að hann ætlar Halldóri hlutverk Odds
Ófeigssonar í þættinum, að bjarga Hemingi úr síðustu og
verstu þrautinni, sem konungur leggur fyrir hann, skíða-
ferð niður háfjall, þar sem Hemingur á að stöðva sig á
bjargsbrún. f kvæðinu er þessi breyting í undirbúningi,
frá því er fyrst er sagt frá Halldóri. Honum geðjast strax
að Hemingi og tekur málstað hans á móti konungi. f þætt-
inum er það Oddur. Konungur segir hann bera vinhallt
vitni um það, er Hemingur skýtur hnotina af höfði bróður
síns, en Grímur segir ekkert frá því.