Skírnir - 01.01.1946, Blaðsíða 48
46
Lárus Sigurbjörnsson
Skírnir
Tilvitnanir.
1) Bréf Matthíasar Jochumssonar, Bókadeild Menningarsjóðs gaf
út 1935. Til Steingríms Thorstcinssonar, dags. 29. apríl 1862.
Bls. 8.
2) Minningarrit aldarafmælis Jóns Sigurðssonar, Bókmenntafé-
lagið gaf út 1911. Bréf til Sigurðar Guðmundssonar, dags.
4. október 1864. Bls. 361.
3) Gestur Pálsson: Ritsafn. Þorsteinn Gíslason gaf út 1927.
Menntunarástandið á íslandi, bls. 423-24.
4) Andvari 15. ár 1889, Páll alþingismaður Briem: Sigurður
Guðmundsson málari.
5) Annáll 19. aldarinnar, safnað hefur síra Pétur Guðmundsson
frá Grímsey. Ak. 1912—45, IV. bindi, bls. 120.
6) Æfiágrip Sigurðar málara Guðmundssonar, samið af Helga
Einarssyni Helgesen, Rvik 1875, bls. 9.
7) Frá undirbúningi þjóðhátiðarinnar á Þingvöllum segir i Annál
19. aldar: Sigfús Eymundsson ljósmyndari var fenginn til for-
sagnar og framkvæmda við fyrirbúnaðinn, „en hann kaus sér
til aðstoðar Sigurð Guðmundsson málara og fornfræðing. Fór
Sigurður þrjár ferðir, þótt veikur væri, til Þingvalla, gerði
uppdrátt af staðnum og lagði ríkt á við verkamennina að
hreyfa hvergi við steinum í búðarústum fornmanna. Þeir Sig-
fús völdu síðan tjaldstaðinn, ákváðu, hvar leggja skyldi brýr,
hvar flöggum skyldi fyrir komið, hvaða lit þau skyldu hafa
o. s. frv. Sigurður vildi láta gera fjórðungsmerki og merkja
á landvætti forna. Svo vildi hann láta reisa krossfána á Gjá-
bakka, á þeim stað, er kross drottins var fyrst reistur á landi
hér, svo og rautt merki með krosslögðum sverðum á hólman-
um i Öxará, þar sem afreksmenn forðum háðu hólmgöngur.
En allt þetta fórst fyrir vegna fjárskorts, og var það skaði
mikill“ (IV. bindi, bls. 149—150). Um hátíðarstaðinn segir:
,,Var hátíðarstaðurinn á völlunum, þar sem áin fellur niður
úr gjánni. Fundartjaldið tók hátt á annað hundrað manna.
Yfir því miðju gnæfði blátt merki og á því stafirnir: Þjóðhá-
tíð íslendinga 1874. Miðhluti tjaldsins var keilumyndaður,
prýddur blómsveigum og íslenzkum skjaldarmerkjum“ (1. c.
bls. 169). Merkið og skildirnir voru handaverk Sigurðar, og
hanga skildirnir nú í Forngripasafninu. Nánar segir frá skreyt-
ingunni á bls. 174: „Skipaði konungur öndvegi. Yfir sæti hans
var merki Danakonungs, 9 hjörtu og 3 ljón, en með öllum
tjaldveggjum voru forn skjaldarmerki íslenzkra höfðingja."
8) Aldarhrollur eða Bersöglisvísur eftir Sigurð voru til í mörg-
um uppskriftum, sem nú er sumar að finna í Landsbókasafni.