Skírnir - 01.01.1946, Blaðsíða 173
Skírnir
Afstaða láðs og lag'si' á síðustu árþúsundum
171
hefur farið fram vegna frostsprenginga og brims, hefur
sennilega tekið lengri tíma en 3 aldir, og verður vikið að
]iví aftur síðar.
Hér er ekki rúm til að lýsa landspillingu nánar á ein-
stökum stöðum á landinu, og auk þess er þess ekki kostur
fyrr en fleiri hliðar á starfi sævarins hafa verið athug-
aðar. Síðar í greininni verður vikið að landeyðingu á
Álftanesi síðustu 4 aldirnar. Á þessu stigi málsins er hitt
aðalatriðið að fá skilning á landbrotinu sem heild.
Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns er bezta
heimildin, sem til er um landbrot á jörðum. Samkvæmt
henni liggja jarðirnar, sem orðið hafa fyrir slíku, aðal-
lega á Suðvesturlandi. Þessi staðreynd er auðskýrð á þann
hátt, að í þessum hluta landsins er ströndin lág og auðunn-
in og jarðir liggja þar víða út að hafinu. En á öðrum þeim
stöðum á landinu, þar sem eins hagar til, svo sem á Skaga
nyrðra og Melrakkasléttu, hafa einnig orðið miklar land-
skemmdir. Á öðrum stöðum á landinu hagar óvíða svo til,
að sjór geti brotið lönd jarða, og því er engin von til, að
Jarðabókin geti þar landbrots.
Því hefur verið haldið fram, að það, hve sjór eyddi
mjög jörðum sunnanlands, benti eindregið til þess, að
þessi landshluti væri að síga. Jafnframt hefur sú skoðun
verið látin í ljós, að Norðurland væri að rísa, sem rekst
þá reyndar á landbrotið á Sléttu og Skaga. Niðurstaða
mín er hins vegar sú, að dreifing landbrotsins á ýmsa
landshluta sé eðlileg afleiðing af staðháttum og gefi því
alls engar bendingar um landsig.
Landbrotið hefur aðallega farið fram í einstöku stór-
brimum, þegar saman fór ofsarok af hafi og stórstreymi.
Má sums staðar rekja landbrotið á seinni öldum í veruleg-
um atriðum til slíkra orsaka eftir annálaheimildum, eins
og t. d. á svæðinu milli Þjórsár og Ölfusár.
En þótt landspillingin feli ekki í sér neina sönnun fyrir
því, að landsig hafi átt sér stað, og þurfi ekki einu sinni
að benda neitt í þá átt, þá er ekki hægt að neita því með
skírskotun til landbrots af völdum brima, að jafnframt