Skírnir - 01.01.1946, Blaðsíða 197
Skírnir
Afstaða láðs og’ lagar á síðustu árþúsundum
195
námstíð eins og í Lambhúsatjörn, og tjarnarnafnið hafi
verið notað þarna um þrönga og grunna sjávarvoga.
Þessi tjarnanöfn og saga Álftaness yfirleitt fela ekki í
sér neina sönnun fyrir landsigi á tímum byggðarinnar.
Hins vegar virðist saga Hliðsness þrengja takmörkin fyrir
landsigi niður í 2 m á 4 öldum, þ. e. m á öld. En eins og
ljóst mun, sýnir þetta eingöngu, að síðsögulegar heimildir
eru gagnslitlar í þessu máli.
Ef við berum saman þær breytingar, sem virðast hafa
orðið á síðari öldum á föstum berggrunni á Melshöfða og
Hliðsnesi annars vegar og breytingar Grandahólmanna
við Reykjavík hins vegar, er munurinn svo mikill, að tæp-
ast er hugsanlegt að um sömu tímalengd geti verið að
ræða. Þetta dregur aftur ur líkum fyrir því, að verzlunar-
hús hafi staðið í Hólmunum á 16. og 17. öld.
VI. Fjörumórinn.
Þess var áður getið, að fjörumórinn hefði verið talinn
öruggt merki um landsig, og hann er það vissulega, ef
gengið er að því vísu, að hann sé myndaður ofan sjávar-
máls. En engin ástæða er til fyrir því, að svo þurfi að
vera, og sést það undir eins, ef reynt er að grafast fyrir
uppruna hans. Það er í fyrsta lagi ljóst, að mórinn er
myndaður nærri strönd, og liggur þá næst að setja hann
í samband við strandmyndanir eins og malarkamba. Bak
við malarkambana er oftast nær votlendi eða mýrlendi, og
eru þá skilvrði þar til mómyndunar. Er og talið, að mór
myndist einmitt auðveldlega í slíkum strandmýrum eða
strandlónum. En er sjór étur sig síðar lengra og lengra
inn í malarströndina (sbr. 4. mynd), kemur mórinn loks
fram í flæðarmálinu. Botn strandmýranna er lægri en
malarkambarnir fyrir framan, oft mörgum metrum lægri,
og í strandlónum getur botninn verið fleiri metrum undir
meðalsjávarmáli (14 m í Kollavíkurvatni) og vatnið al-
gerlega ferskt eigi að síður.
13*