Skírnir - 01.01.1946, Blaðsíða 227
Skírnir
Ritfregnir
225
líkt og kenni hiks hjá þýðanda, hann leggur áherzlu á rétta ljóð-
línu, en missir samhengis í talanda, likt og þessir glysgjörnu heims-
borgarar — kauphallarlýðurinn í Feneyjaborg — taki sjálfa sig
fullhátíðlega. Strax í fyrstu ljóðlínu kernur fyrir orðið „tregi“,
sem heldur hefði átt að þýðast ,,drungi“ og Ijóðlínan breytast eftir
því, en þetta eina orð dregur á eftir sér langan slóða. Það er ,,sad“
á enskunni og gat á dögum Shakespeares þýtt „daufur í dálkinn“
eða eitthvað þvíumlikt, frekar en hryggur eða sorgmæddur. Ann-
ars er ekki mörgum blöðurn að fletta fyrr en augljóst er, að þýð-
andi hefur sótt í sig veðrið og fylgir hljómfalli leiksins með næmu
eyra fyrir töfrandi klið þessarar ,,hljómkviðu“ Shakespeares. Aug-
ljósast er þetta um allan fimmta þátt -— tunglskinsþáttinn —, en
víða annars staðar verður Shakespeare heldur ekki betur ortur
upp á íslenzkt nútímamál.
Nokkrar prentvillur hafa slæðzt inn í bókina, sem kom út að
þýðanda fjarverandi. Hafa þær verið leiðréttar á sérstökum miða
og þó sennilega ekki allar, því að á blaðsíðu 77 í 7. línu a. o. stend-
ur: að var þar enginn Lórenzó um borð, í stað: að þar var enginn
o. s. fr., en á kápu er gyllt: Kaupmaðurinn frá Feneyjum, á titil-
blað prentað : Kaupmaðurinn í Feneyjum. Er þetta einn vottur af
mörgurn um trassaskap forlaganna, sem er mikill nú á timum.
Framan við leikritið skrifar Sigurður Grímsson um höfundinn
skemmtilega grein og læsilega, og gengur hann að því vísu, sem
sjálfsagt er, að Shakespeare eða Shakspere eins og sumir rita nafn-
ið, sé hinn eini rétti höfundur leikritanna. Sumir efast um þetta,
og hefði verið gaman að fá eitthvað að heyra um Shakespeare-
deiluna í inngangi að leiknum. I heimildaskrá saknar maður rita
eftir E. K. Chambers, fremsta fræðimanns Breta um allt, er lítur
að Shakespeare, og á hinn bóginn hefðu kenningar Marjorie Bowens
um Edward de Vere, 17. jarl af Oxford, verið girnilegar til fróð-
leiks, svo að meira sé ekki sagt. — Lárus Pálsson skrifar um leik-
hús á dögum Shakespeares stutta grein, en gagnlega, lika framan
við leikritið. L. S.
Oscar Wilde: Salóme. SigurSur Einarsson íslenzkaði. X. bók
Listamannaþings. Helgafell 1946.
Ameríski rithöfundurinn Edgar Saltus þykist vita, hvenær Wilde
fór fyrst að hugsa um Salóme, konungsdóttur í Júdeu. Eftir kvöld-
verð í veitingahúsi í Piccadilly var haldið áfram í íbúð kunningja
þeirra, og þar hékk uppi á vegg mynd af þessari persónu, eins og
hún birtist í skáldsögu Flauberts „Herodias“. Hún stóð á höfði og
vissu fætur upp. Wilde hneigði sig og sagði: „La bella donna della
mia mente.“
Og er ekki eitthvað öfugt í þessu ægilega leikriti? Er ekki öllum
hlutum snúið niður og upp? Ekki er að efast um listaverkið, það
15