Skírnir - 01.01.1946, Blaðsíða 50
48
Lárus Sigurbjörnsson
Skírnir
12) Um þetta er til vottorð frá Gudmann faktor svohljóðandi:
Sigurdur kom med Capt. Petersen d. 20de Septbr. 1849
kom til Malermester Holm d. 24de Do
kom til Madame Jensen d. Ite October
var hos hende i 22 Uger
kom til Zeuthen d. lte Martz 1850.
Har forbrugt til Dato 121 rd. 2 m. 8 sk.
Kjöbenhavn d. 15 Mai 1850
Þó ævisöguritarar Sigurðar Guðmundssonar, Páll Briem og
aðrir, segi afdráttarlaust, að Sigurður hafi verið gerður utan
til listmálaranáms vegna meðfæddra hæfileika hans, er annað
að sjá í bréfi föður hans, dags. 11. febr. 1850. Þar stendur:
„Holm klagaði sáran, að hann hefði fengið Ijótar ákúrur frá
Gudmann og bróður sínum lika fyrir sendinguna (Sigurð), og
munu þeir hafa sagt honum frá óánægju þinni, og mun honum
hafa fallið illa. Hann sagði líka, að það, sem þú áttir að taka
fyrir, væri kostnaðarlaust, en þar á móti, ef þú skyldir taka
annað hærra fyrir, kostaði það víst 4 eða 5 hundruð dali á
ári.“ I þessu efni hefur Sigurður sjálfur tekið í taumana, og
lýsir það kjarki hjá 16 ára ungling í framandi landi.
13) Æfiágrip, H. E. H. 1875, bls. 3. Myndin er nú í Þjóðminja-
safni.
14) L. c., bls. 4.
15) Karl Madsen: Málaralist Dana, gefið út af íslandsdeild Dansk-
íslenzka félagsins, Rvík 1927, bls. 20.
16) J. C. Poestion: Zur Geschichte des islándischen Dramas
Theaterwesens, Wien 1905, bls. 29, eftir Indriða Einarssyni.
17) Bréf Matthíasar Jochumssonar. Til Steingríms Thorsteinsson-
ar, dags. 6. maí 1866, bls. 34.
18) Dægradvöl, æfisaga mín, rituð af Benedikt Gröndal, Bókav.
Ársæls Árnasonar 1923, bls. 183: „Sigurður Guðmundsson
málari kom seinasta árið mitt til Hafnar og var þá drengur;
við kölluðum hann alltaf „Sigurð Geni“.“
19) Sigurður Guðmundsson málari, sérprentun úr Þjóðólfi. Rvik
1888. Bls. 18.
20) Matthías Þórðarson: íslenzkir listamenn II. Rvik 1925. Bls.
103.
21) Þorvaldur Thoroddsen: Minningabók, gefin út af Hinu ís-
lenzka fræðafélagi ; K.höfn, 1922, I. bindi, Æskuár, bls. 100.
Sbr. og það, sem Helgi E. Helgesen seg'ir í æviágripinu: ,.Hann
vann föðurlandi sinu meira gagn en margir þeir, sem álösuðu
honum urn leti.“
22) Ur bréfi til Sigurðar frá Jóni Guðmundssyni dags. 16. ágúst
1855.