Skírnir - 01.01.1946, Blaðsíða 194
192
Trausti Einarsson
Skírnir
og P. V. er sagt, aS túnunum á SelskarSi spilli sjávar-
ágangur, svo og vatnsbólinu. SelskarS er annars sums
staSar ritaS SelsgarSur og er sennilegra nafn. Gæti nafn-
iS þá bent til þess, aS (lágur) malarkambur hefSi áSur
veriS þarna fyrir botni víkurinnar, er selur sótti á. Meðan
sjór hafði ekki grafið háa bakka í jökulruðninginn, gátu
verið skilyrði til kambmyndunar, sem nú eru ekki til.
Bessastaðatjörn er mjög grunn vík, sem lokast hér um
bil af malartanga. Að tanginn lokar víkinni ekki alveg,
getur ekki orsakast af öðru en sterkum sjávarfallastraum.
Það virðast ekki vera skilyrði til þess, aS tanginn verSi
að eiði, og því lítil ástæða til að ætla, að hann hafi verið
það fyrr meir að óbreyttri sjávarhæð. Virðist mér því
þegar af þeim sökum vafasamt, að þessi vík hafi áður ver-
ið tjörn í venjulegri merkingu.
Tyrkjaránssaga gefur engar upplýsingar um þessa vík
inn af Seilunni. Eina heimildin frá fyrri öldum, sem að
gagni virðist koma, er Jarðabókin frá 1703. Þar segir um
Bessastaði: „Haglendið brjóta flæðiskurðir, er ganga úr
Bessastaðatjörn norðanvert á Bessastaðaland.“ Af þessu
er í fyrsta lagi ljóst, að flóðs og f jöru gætir í tjörninni og
hún því tengd sjó, og í öðru lagi sýnist hún ná yfir álíka
mikið svæði og nú. Þetta fær ekki samrýmzt neinu telj-
andi landsigi, því að ef landið hefði staðið 2—3 m hærra
1703 en nú, hefði þessi örgrunna tjörn tæpast verið til. Að
minnsta kosti er ótvírætt, að af lýsingu Jarðabókarinnar
verður ekki ráðið neitt jákvætt um landsig.
Aðalbreytingarnar á Álftanesi hafa orðið á NV- og SV-
ströndinni. Þar hjálpast það að, að fastur berggrunnur er
víða lágur og jarðvegurinn ofan á honum því opinn fyrir
ágangi hafsins og ströndin liggur beint við opnu hafi.
Landspillingin hefur verið mikil af þessum sökum frá
Deild að Akrakoti annars vegar og í grennd við Garða
hins vegar, sérstaklega á jörðunum Bakka og Dysjum.
Hins vegar virðast tiltölulega litlar breytingar hafa orðið
,á svæðinu þar á milli, og veldur því hærri berggrunnur.
Melshöfði að undanskildu eiðin, sem tengir hann við