Skírnir - 01.01.1946, Blaðsíða 31
Skírnir
Sigurður Guðmundsson og' Smalastúlkan
29
ings, því Sigurður Guðmunclsson var þá að undirbúa leiki
í Nýja klúbbnum með kandídötum og stúdentum. Leik-
urinn var sýndur í febrúar 1862 og „gerði hvínandi
lukku“,4(l) en „hið einkar fagra og vandaða leiksvið, er
Sigurður málari Guðmundsson hafði undirbúið handa
„Útilegum[önnunum]“ gjörði eigi all-lítið til að hefja og
skíra skáldskapinn í leiknum og gjöra hann sem ásjáleg-
astan áhorfendum; þar koma fram þverhnýptir hamrar
með einstígi og klettagjótum og aðalhelli, þar sem Skugga-
Sveinn, foringi útilegumanna, og þeir félagar höfðu bæli
sitt og aðsetur, en fagrir jöklar sáust í fjarlægð, þeir er
sól roðaði að morgni“.41) En Sigurður átti meira þátt í
„Útilegumönnunum“ en leiktjöldin. Indriði Einarsson
þekkti báða mennina vel, og hann segist hyggja, „að Sig-
urður hafi átt einhvern mikinn þátt í því að mynda Skugga-
Sveins lundernið í þeim, og sjálfur orti hann „Sjóðum og
sjóðum“ á bls. 58 í Útilegumönnunum11.42) Raunar lagði
Sigurður til heilt atriði í leikinn, sem hann nefnir „Draum
Skuggasveins“, og er það langtum meira en það, sem Ind-
riði nefnir, en þessu hefur Matthías vikið við í leiknum
prentuðum (1864) og fellt alveg niður í seinni útgáfu
leiksins (1898).43) Matthías hefur ekki þótzt eiga heið-
urinn óskiptan eftir sýninguna á „Útilegumönnunum“, þó
að hann viðurkenni það hvergi berum orðum, að Sigurður
átti bróðurpartinn. í bréfi til Steingríms talar hann um
leikritið í hálfkæringi, en „til hins langar mig út af lífinu
að búa til eitthvert sögudrama, en til þess er ég enn ekki
fær. — Ég hef vaðið í gegnum flest Shakespeares rit í
vetur, á sænsku, því ég hef ekki tíma til að lesa original-
inn.“44) Þarf þá ekki vitnanna við. Sigurður hefur haldið
Shalcespeare og söguleikritinu að Matthíasi, eins og hann
hafði gert við Steingrím og eins og hann síðar gerir við
Indriða Einarsson.
Frá þessum tíma (1861-63) eru enn til í plöggum Sigurð-
ar drög að þremur leikritum, sem hann hefur sjálfur ætl-
að að semja, en hætt við. Fyrsta leikritið heitir „Hjörleif-
ur“ og hefur átt að vera í þremur þáttum. Efnið er tekið