Skírnir - 01.01.1946, Blaðsíða 118
116
Björn Þórðarson
Skírnir
lokar það, að höfundur Eir. s. r. eigi við Fróðárundrin í
Eyrarsveit. En höfundur veit, hvað hann er að fara, og
með sögu sinni hefur hann ákveðna viðburði fyrir aug-
um. Líklegast er, að nöfn Leifs og Þórgunnu séu notuð hér
að yfirskyni, en á bak við liggi saga, sem höfundur vill
aðeins segja undir rós, og eigi sú saga við atvik úr lífi
Þorgils skarða, en að það sé ákveðinn merkisatburður á
dögum hans, sem höfundur nefnir Fróðárundur. Hefur
honum þótt vel fallið að láta Leif, höfðingjann og kristni-
boðann, fara með hlutverkið, enda var Þorgils, þótt ekki
væri hann kristniboði, rétttrúaður kirkjumaður, og lét
lesa fyrir sig sögu Tómasar erkibiskups um kvöldið, er
hann var veginn nóttina á eftir. En báðir ráku þeir Leifur
og Þorgils erindi konungs.
Á árum Þorgils og söguhöfundar gerðust mörg „undur“
á íslandi, en þó mun mega telja Flugumýrarbrennu þau
hin mestu. Um hana er farið þessum orðum í 259. kap.
Sturlungu: „Þessi tíðindi spurðusk brátt, ok þótti öllum
vitrum mönnum þessi tíðindi einhver mest hafa orðið hér
á landi, sem guð fyrirgefi þeim, er gerðu, með sinni mik-
illi miskunn ok mildi.“ Þorgils skarði átti hér engan hlut
að, en hann kom til íslands, eftir, dvöl í Noregi og hirðvist
hjá Hákoni konungi, eins og Lei-fur hjá Ólafi konungi, ár-
ið fyrir Flugumýrarbrennu, um sumarið. Er nú ekki úr
vegi að geta sér þess til, að þau Fróðárundur, er höfund-
ur Eir. s. r. nefnir, séu Flugumýrarbrenna.
Frá kvennamálum Þorgils skarða segir ekki margt í
sögu hans. Á öðru ári eftir komu sína frá Noregi ætlaði
hann að biðla til dóttur Páls prests í Langadal, sem var
mikils metinn og auðugur, en hvarf frá því ráði, því að
honum „leizk konan ófríð“ (246. k. Sturl.). Hið sama
sumar reið Þorgils með fylgdarmönnum sínum til Lýsu-
hvolslaugar til að skemmta sér. Hittu þeir þá við laugina
gifta konu, sem „var væn“. Þorgils tók í hönd henni og
glensaði við hana, en hafði þó þá aðferð, að bóndi hennar,
sem var álengdar en sá leik hans, hljóp til og greip til
vopna. Þorgils virti tiltektir bónda á riddaralega vísu, og