Skírnir - 01.01.1982, Page 170
168
ÞÓR WHITEHEAD
SKÍRNIR
í ákafa sínum við að hnekkja ályktunum mínum verður Sigurði það á
að ætla að ómerkja vitnisburð, sem við höfum frá Gerlach sjálfum um at-
ferði hans á íslandi. í bréfi til Himmlers haustið 1939 sagðist Gerlach vera
að gera hér skyldu sína „sem SS-foringi og heldur betur". Nú hlaut Himmler
að vita það mæta vel, hvað Gerlach hafði hér fyrir stafni. En væri skilningur
Sigurffar á starfi Gerlachs réttur, yrði aff ætla, að Gerlach hefði verið aff gera
tilraun til aff blekkja Himmler, sem hafði mælt fyrir um skyldur hans sem
SS-foringja á fslandi og goldiff honum fyrir fé úr sjóffum svartliðsins.
Svipuffu máli gegnir um þau störf Gerlachs, sem flokkast undir njósnir
samkvæmt íslenskum lögum. Sigurður hefur ekki viff annað aff styðjast en
bók mína, er hann segir: „Nú átti Gerlach — eins og allir stjórnarerind-
rekar — aff fylgjast með gangi mála á íslandi, og það gerði hann svikalaust.
Þá eru skilin ekki skörp milli slíkra skyldustarfa og njósna." Hér hefffi Sig-
urffur mátt gæta að því, að bók mín nær affeins fram til september 1939, enn
hef ég aðeins lýst aðdragandanum að komu Gerlachs hingað og á eftir að
fjalla um athafnir hans á íslandi. Þegar að því kemur, mun ég draga fram
heimildir, sem sýna að Gerlach játaffi á sig hernaffarnjósnir á íslandi í yfir-
lieyrslum hjá Bandaríkjaher. Þetta er einnig staðfest í skjölum hans, sem
Bretar komust yfir 10. maí 1940. Meff þessu athæfi, sem ekki yrði lýst með
orðunum „að fylgjast með gangi mála á íslandi", braut Gerlach hvort tveggja,
íslenslc lög og hefðir sendimanna. Miðað við játningu Gerlachs er Ijóst, að
Sigurður Líndal er þrjátíu og fimm árum of seint á ferff með málsvörn sína
fyrir SS-foringjann.
7. Jónas frá Hriflu og Pan-American Airlines (192)
Sigurffur Líndal dregur í efa, að atvinnumálaráffherra Þjóffstjórnarinnar,
Ólafur Thors, hafi beitt sér fyrir samvinnu íslendinga viff bandaríska flug-
félagiff Pan-American Airways 1939—40. Getur hann sér þess til, aff Jónas
Jónsson frá Hriflu hafi upp á sitt eindæmi skipað Vilhjálmi Þór, verslunar-
fulltrúa í New York, að halda áfram aff ræða við bandaríska flugfélagið, eftir
aff Lufthansa krafðist flugaffstöðu hér. Óljóst sé, „hvaða umboff Jónas Jóns-
son hafði til þess að gefa Vilhjálmi fyrirmæli".
Eins og högum var háttaff í mars 1939, gat ekkert talist „óljóst" viff um-
boð Jónasar frá Hriflu. Utanríkismálanefnd hafffi þá miklu meiri og beinni
afskipti af samningum viff útlendinga en síffar varff, enda var ekki til að
dreifa ráffuneyti utanríkismála. Sýnt er, að ríkisstjórnin lét þingið mjög ráffa
ferðinni í flugmálinu. Fyrirmælin frá Jónasi þarf því ekki að vefengja, þótt
hann hafi „einungis [verið] formaður utanríkismálanefndar" eins og Sigurð-
ur Líndal kemst að orði. Uppkast að skeyti Jónasar til Vilhjálms er auk þess
að finna með öðrum opinberum gögnum í skjalasafni utanríkismáladeildar
eins og tilvísun sýnir. Þess vegna er fráleitt að sveigja aff því í þessu sam-
bandi, aff Jónas hafi veriff „allra manna óformlegastur í stjórnarstörfum" og
farið „einatt sínu fram“.
í flugmálinu hef ég líka nýlega fengið í hendur gögn, sem lýsa í megin-