Skírnir - 01.09.1992, Page 17
SKÍRNIR
FREYR FÍFLDUR
279
(Línbundin (jlkarma Lofn (kona) lætr mik leika fyr sínum lesnis stofni
(höfði). Firrumk þat (það gerir mig fjarlægan) arma eik (konunni). Ek
man aldrigi bíða bótir of brúði, bgl (ógæfa) gerir mik fglvan; snertumk
harmr of hjarta hrót (brjóst).)
Eptir þat snaraði hann hárit um hijnd sér ok vildi kippa henni af pallin-
um, en hon sat ok veiksk ekki. Eptir þat brá hann sverði ok hjó af henni
h<jfuðit, gekk þá út ok reið í brutt.17
Þessi frásögn virðist einföld. Látið er liggja að sambandi milli
Snæbjarnar og Hallgerðar og að sú kynferðislega lítilsvirðing hafi
valdið reiði Hallbjarnar. Tungu-Oddur lætur Snæbjörn sjá um
eftirreið eftir banamanni dóttur sinnar, sem bendir til þess að
hann álíti Snæbjörn skyldan að hefna hennar. En hin óstjórnlegu
viðbrögð Hallbjarnar eru einstæð og öll frásögnin óvenjulega á-
hrifamikil. Köfum því aðeins dýpra.
Hallgerður situr í háu sæti sínu uppi á pallinum þegar Hall-
björn gengur í dyngju hennar og ávarpar hana.18 Við sjáum fyrir
okkur þetta hrífandi hár sem hún gælir við, svipað því er prýddi
aðra skapmikla og stórlynda kempu, Hallgerði langbrók. Þær eru
bornar saman.19 Hár þeirra felur í sér vald þeirra yfir mönnum
sínum, jafnt sem þá hættu sem af slíkri fegurð stafar. Hallbjörn
hvetur konu sína til fararinnar - þrisvar sinnum - en hún svarar
honum með þögninni einni. Hún ögrar honum með því að
kemba hið fagra hár sitt og draga þannig athygli að glæsileika sín-
um. En það er vísan sem vekur hugboð um að flóknari orsakar sé
að leita að voðaverki Hallbjarnar.
Hallbjörn lýsir eiginkonu sinni sem brúði, klæddri líni. Hún
er fjarlæg, eins og hún hafi aldrei gegnt hlutverki eiginkonunnar,
17 Landnáma S152, H122.
18 í ljósi hugsanlegra tengsla Hallgerðar við hofgyðjuna, eins og síðar verður
vikið að, er ekki úr vegi að draga athygli að því að Hallgerður situr í háu sæti
sínu þegar Hallbjörn kemur inn í einkarými hennar, dyngjuna. Þannig sátu
gyðjur (t.d. írskar, egypskar, indverskar) í hásæti í vistarverum sínum, sbr.
Svövu Jakobsdóttur. 1988, „Gunnlöð og hinn dýri mjöður", Skírnir 162, 230-
231.
19 Sjá athugasemd Svövu Jakobsdóttur (1988:236) þess efnis að lokkur Hallgerð-
ar Höskuldsdóttur hafi verið „goðkynjaður".