Skírnir - 01.09.1992, Side 184
446
MÁR JÓNSSON
SKÍRNIR
miðri 16. öld, en hann reynir ekki að svara því hvort Guð sé til.
Tvær andstæðar skoðanir voru til að mynda uppi í byrjun 18 ald-
ar: Guð er til - Guð er ekki til. Hollenskur guðfræðingur skrifaði,
líkt og margir fyrr og síðar, að fyrst hann gæti gert sér hugmynd
um Guð hlyti hann að vera til: „Si je puis me former l’idée de
Dieu, il y a nécessairement un Dieu.“ Eins mótmælti þýskur guð-
fræðingur þeirri fullyrðingu á sjö hundruð blaðsíðum að Guð sé
ekki til, „dafi kein Gott sey“.8 Sagnfræðingur segir ekki að önnur
sé röng, en hin rétt. Hann kannar merkingu og þróun slíkra setn-
inga, en metur ekki sannleiksgildi þeirra líkt og heimspekingar og
guðfræðingar reyna enn þann dag í dag.9 Hitt er svo. annað mál
að vel má hugsa sér að sagnfræðingar leggi sitthvað af mörkum
sem gæti orðið að gagni í almennri umræðu um þjóðfélagsmál og
hugmyndir, líkt og talað er um þessa dagana innan heimspeki-
sögu að athugun á hugsuðum liðinna alda geti en þurfi ekki að
hjálpa til við lausnir á krefjandi og áleitnum vandamálum hugs-
unar í samtíma okkar.10
Hugleiðing Þorsteins er nær því að miða við daglega starfsemi
og iðkun fræðimanna, en hann gleymir sér í háleitri hugsun um
sannleikann. Líkt og Gunnar hafnaði kröfunni um algild sann-
indi, hafnar Þorsteinn því að til sé „einn stór sannleikur og allir
leiti að honum,“ jafnvel þótt æðsta markmið fræðimanna virðist
að hans mati vera „að útskýra heiminn í heild og stöðu mannsins
í honum“ (189). Afleiðingin hjá Gunnari var að enginn sannleik-
ur sem máli skipti gæti orðið til í sagnfræði og því bæri að skipa
henni undir siðferðilegan sannleika á borð við þann að eftirsókn-
8 David Martin, Traité de la religion naturelle ou l’Athée confondu. Amsterdam
1738, bls. 32 (fyrsta útgáfa 1713); Johann Franz Budde, Lehr-Sdtze von der
Atheisterey und den Aberglauben. Jena 1723, bls. 184 (fyrsta útgáfa á latínu
1716).
9 Sjá Kai Nielsen, God, Scepticism and Modemity. University of Ottawa Press
1989. Hann segir að Guð sé ekki til, en Richard Swinburne er á öndverðum
meiði, sjá The Existence of God. Oxford University Press 1991 (þriðja útgáfa,
en fyrsta 1979 og önnur 1984).
10 Sjá Margaret D. Wilson, „History of Philosophy in Philosophy Today; and
the Case of the Sensible Qualities." The Philosophical Review 101 (1992), bls.
193-94 og 207-208.