Skírnir - 01.09.1992, Page 190
452
GUÐRÚN ÁSA GRÍMSDÓTTIR
SKÍRNIR
Þjóðminjasafns og þjóðkunnur fyrir störf sín að örnefnasöfnun og ör-
nefnarannsóknum og hefir sett árangur verka sinna fram í fjölsóttum og
tilþrifamiklum háskólafyrirlestrum í Reykjavík. Fyrstu fyrirlestra þessa
efnis flutti hann á haustmisseri 1966 og setti þá fram djarfar hugmyndir
um örnefnaskýringar. Með athugunum staðhátta um allt ísland og sam-
anburði aðstæðna á fjölmörgum stöðum sem hafa sömu eða lík örnefni
hefir Þórhallur komist að þeim niðurstöðum að afar mörg örnefni sem
talin hafa verið kennd við menn dragi í raun nöfn af öðru svo sem nátt-
úrufari, landkostum eða búskaparháttum. Ætlun hans er að upprunaleg-
ar nafnmyndir hafi breyst í máli manna, oftast með því að skotið er inn
miðlið og þannig á sig komin kalla örnefnin fram mannanöfn sem aftur
kalla á sögur sér til skýringar. Þórhallur setti tilgátu sína eða kenningu
fram í bókinni Um sagnfrœði sem út kom 1969 og hnykkti enn duglega á
hugmyndum sínum í Kulturhistorisk leksikon for nordisk middelalder
árið 1971 í grein um bæjanöfn á Islandi sem hafa endinguna -staðir. í
þeirri grein skýrir Þórhallur mörg staðaörnefni í Landnámu út frá nátt-
úrulegum kringumstæðum og er niðurstaða hans m.a. sú að margar per-
sónur í Landnámu og Islendingasögum sem álitnar hafi verið sannsögu-
legar megi jafnvel líta á sem ósannsögulegar og lesnar út úr örnefnum.
Þessi orð í hinu víðlesna uppflettiriti má túlka þannig að boðuð sé end-
urskoðun á sannleiksgildi Landnámu og Islendingasagna. Að vissu leyti
kemur þessi endurskoðun fram í formála //XIII, en einsog síðar verður
vikið að er nokkuð holt undir, þar sem ekki hefir komið fram sérstök
rannsókn á örnefnasögum í Landnámu sjálfri. Þórhallur hefir fyrr og
síðar birt niðurstöður rannsókna sinna í prentuðum greinum, einkum í
Grímni, hinu vandaða riti um nafnfræði sem Ornefnastofnun Þjóð-
minjasafns gefur út (1. 1980 og 2. 1983). I formála og skýringargreinum í
//XIII vísar Þórhallur oft í greinar sínar um örnefnaskýringar. Af þeim
er fljótséð að að baki þessari útgáfu liggja áratuga rannsóknir útgefanda
sjálfs sem hefir unnið ærið verk og varpað skæru ljósi á þýðingarmikið
hlutverk örnefna í byggðarsögu Islands.
I //XIII eru því uppi hugmyndir um að söguhöfundar hafi skáldað per-
sónur og atburði upp úr örnefnum og hljóta slík viðhorf að teljast marka
tímamót í útgáfu fornsagna á vegum Hins íslenzka fornritafélags. I fyrri
bindum ritraðarinnar örlar á hugmyndum af þessum toga, til að mynda
segir Jón Jóhannesson í formála fyrir Hrafnkels sögu að þess séu mý-
mörg dæmi að örnefni hafi skapað sagnir bæði hér á landi og annars
staðar (Islenzk fornrit XI, Rvk. 1950, s. xli). Þessi orð Jóns enduróma að
vísu skoðun Sigurðar Nordal sem minnti á það í riti sínu um Hrafnkels
sögu sem út kom 1940 að örnefni geti komið af stað skýringarsögnum,
þjóðsögum og skáldsögum. Sigurður nefnir dæmi um tilbúnar örnefna-
sögur og segir: „Efalaust er meira af slíkum tilbúnum skýringasögum ör-
nefna í fornsögunum og jafnvel Landnámu en vér getum nú fest hendur