Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.09.1992, Síða 214

Skírnir - 01.09.1992, Síða 214
476 ÞÓRIR ÓSKARSSON SKÍRNIR hefur verið talið og jafnvel norskt í þokkabót (sbr. Diana Whaley, 16-17). Þessi hugmynd hefur vissulega ekki hlotið neinn stuðning ann- arra fræðimanna enda mælir margt beinlínis gegn henni. Né heldur hafa menn hampað skoðun Lars Lönnroths frá 1964 að eðlilegra væri að líta á Snorra sem einn af „ritstjórum“ Heimskringlu en eiginlegan höfund hennar.17 Bæði hafi hann haft fjölmarga skrifara á sínum snærum og unnið verkið upp úr eldri ritum. í „Inngangi" Heimskringlu telja rit- stjórar upp alls 13 slík „heimildarrit“ (III, xxiv) og eins og Diana Whaley bendir á (72) eru margir af áhrifamestu köflum Heimskringlu teknir beint að láni en ekki frumsamdir af Snorra. Þessar athugasemdir hafa þó ekki dregið úr áliti fræðimannanna á frumleika Snorra né haggað þeirri skoðun að Heimskringla beri augljós höfundareinkenni hans, jafnvel í þeim köflum þar sem hann hefur stuðst mest við fyrri tíma rit. A þennan hátt hafa efasemdir um höfundskap Snorra jafnan verið bornar til baka. Auðveldara virðist hins vegar að sannfæra menn um að hann hafi verið enn afkasta- og áhrifameiri rithöfundur en heimildir segja til um. Nú má heita almennt viðurkennt að hann hafi einnig sett saman Egils sögu og í „Inngangi" Heimskringlu leggja ritstjórar fram enn ein rök fyrir slíkri feðrun. Þar birta þeir töflu yfir 11 algengustu orð- myndir Heimskringlu, Egils sögu, Islendingasagna allra, Sturlunga sögu og Grágásar og benda á að „fimm algengustu orðmyndirnar koma fyrir í sömu röð í Heimskringlu og Eglu“ (III, xlvii). Röðin er hins vegar önnur í hinum textunum. Enn sem komið er hefur heldur enginn orðið til þess að andmæla opinberlega kenningu Jónasar Kristjánssonar um að Snorri hafi gerst eiginlegur upphafsmaður Islendingasagna með Egils sögu frá 1230.18 Ef marka má skrif fræðimanna frá þessu ári er ekki heldur óhugsandi að Snorra verði fljótlega skipað á bekk meðal merkustu ljóðasmiða ís^ lendinga fyrr og síðar. Hingað til hafa menn fremur litið á hann sem hálfgerðan „hagyrðing“ og jafnvel minnt í því samhengi á frásögn ís- lendinga sögu Sturlu Þórðarsonar um það hvernig „Sunnlendingar drógu spott mikið að kvæðum þeim er Snorri hafði ort um jarlinn [Skúla] og sneru afleiðis".19 I „Inngangi“ Heimskringlu (III, xx) er hins vegar vakin athygli á nýrri grein Bjarna Einarssonar þar sem hann varpar fram þeirri hugmynd að Snorri hafi sjálfur ort eitthvert frægasta kvæði íslenskra fornbókmennta, Sonatorrek sem lengstum hefur verið kennt Agli Skalla- 17 Lars Lönnroth. „Tesen om de tvá kulturerna: Kritiska studier i den islándska sagaskrivnings sociala förutsáttningar," Scripta Islandica 15 (1964). 18 Jónas Kristjánsson. „Var Snorri Sturluson upphafsmaður íslendingasagna?“ Andvari 32(1990), 85-105. 19 Sturlunga saga I. Reykjavík 1946, 278. Til bókarinnar verður eftirleiðis vísað með blaðsíðutali innan sviga.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220
Síða 221
Síða 222
Síða 223
Síða 224
Síða 225
Síða 226
Síða 227
Síða 228
Síða 229
Síða 230
Síða 231
Síða 232
Síða 233
Síða 234
Síða 235
Síða 236
Síða 237
Síða 238
Síða 239
Síða 240
Síða 241
Síða 242
Síða 243
Síða 244
Síða 245
Síða 246
Síða 247
Síða 248

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.