Skírnir - 01.09.2000, Page 214
450
RÓBERT H. HARALDSSON
SKÍRNIR
andi, sérstaklega þegar tillit er tekið til annars sem hann nefnir í þessu sam-
hengi. Hvað svo sem því líður er ljóst að þegar höfundur leggur svona
mikla vinnu í rökstuðning, og skýrir forsendur sínar, er auðvelt fyrir
lesandann að leggja sjálfstætt mat á röksemdirnar og vinnubrögð höfundar.
II
Grein Torfa olli því að mig langar að sjá Jurassic Park aftur. Því miður
verður hið sama ekki sagt um margar greinar í þessari bók.13 Stundum eru
greinarnar einfaldlega of stuttar, sverja sig um of í ætt við blaðagreinar,
bæði yfirlitsgreinar um kvikmyndir og kvikmyndagagnrýni, til að fela í
sér lestur á kvikmynd eða túlkun á ákveðnum þáttum kvikmynda. Lítill
tími gefst þá til að skoða myndskot og -skeið vel eða setja fram rökstuðn-
ing fyrir mikilvægum athugasemdum eða fullyrðingum. I „Nóvember
2019: Lífgervill verður maður“ fjallar Hilmar Ernesto Ramos bók-
menntafræðingur t.d. mjög stuttlega um Blade Runner (Ridley Scott,
1982) og setur síðan fram þessa niðurstöðu:
í Blade Runner er sjálfsmyndin í molum, og dauði sjálfsverunnar
staðreynd: hugsun eða tilfinning er ekki Iengur sönnun fyrir tilvist
mannsins. í stað „Ég hugsa þess vegna er ég“ ætti Deckard að segja
„Ég hugsa, á minningar og finn til, en þó er ekki fullvíst að ég sé“,
a.m.k. í hefðbundnum skilningi orðanna. (495-96)
Hér er mikið fullyrt og lesandinn spyr sig ekki aðeins hvað átt sé við með
„sjálfsverunni" heldur einnig og ekki síður hvernig þessi tiltekna kvik-
mynd setji dauða hennar á svið. Er einungis átt við að hugsun og tilfinn-
ingar séu ekki lengur sönnun fyrir tilvist mannsins? Hvaða ástæður eru til
að efast um tilvist aðalsöguhetjunnar Deckards (leikinn af Harrison
Ford)? Setningin sem Hilmar leggur honum í munn gerir raunar ráð fyr-
ir að hann sé til („Eg hugsa ...“). Túlkun Hilmars hvílir á þeirri athygl-
isverðu og róttæku forsendu að Deckard sé sjálfur lífgervill en hann hef-
ur það hlutverk að elta uppi lífgervla og eyða þeim. Hins vegar færir
Hilmar ekki önnur rök fyrir þessu en þau að benda á að ljósmyndir liggi
á víð og dreif um íbúð Deckards (lífgervlar nota ljósmyndir til að skapa
sér fortíð) og að flestir sem um myndina fjalli séu þessarar skoðunar. Hér
hefði nákvæm greining á kvikmyndinni auðveldað lesandanum að glöggva
sig á því hvort staðhæfingin um dauða sjálfsverunnar eigi við rök að
13 Sumar greinarnar geyma upphaf að athyglisverðum lestri á kvikmyndum sem
forvitnilegt hefði verið að fá ítarlegri umfjöllun um. Sjá t.d. grein Ástu Gísla-
dóttur um Thelmu & Louise (Ridley Scott, 1991) (378-81), umfjöllun Úlfhild-
ar Dagsdóttur um Scream (Wes Craven, 1996) (697-701) og umfjöllun
Hermanns Stefánssonar um The Truman Show (Peter Weir, 1998) (340-44).