Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1977, Page 32

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1977, Page 32
30 MÚL AÞING sem færa mátti til betra vegar. Sumt til sparnaðar og veraldlegra hygginda, sem valdhafinn hlaut að meta mikils, en pó um flest í andlegri veru og siðfræðilegu tilliti. En Harboe var ekki einn á ferð. Ef til vill er ofsagt, að Jón Þorkelsson, „Thorcillius“ eða „Jón Skálholtsrektor“, sem hann er oft nefndur, hafi verið augu hans og eyru, en hitt er víst, að Jón lagði mjög á ráðin. Það hafði hann raunar gert áður, er hann var langdvölum í Danmörku, en sagt, að hann væri eirðarlaus af ákafa að koma áhugamálum sínum á framfæri. Stofnað hafði verið yfirumsjónarráð kirkjunn- ar 1736, og komst Jón brátt í kunnugleika við æðstu menn þar, m. a. Erik Pontoppidan, sem síðar varð frægur á íslandi vegna barnalærdómskversins, sem hér hlaut nafnið „Rangi-Ponti“. En það var ekki sök þessa snjalla fræðimanns og nafntogaða Björg- vinjarbiskups — og er önnur saga. Er skemmst af p\í að segja, að Jón lagði ítarlegar tillögur sínar um „rannsókn til breytingar og batnaðar á íslandi" fyrir yfirumsjónarráðið í 25 liðum. Fjallar hann par m. a. um lén prestanna, eða prestsetursstaðina með jörð- um og ítölum, sem hann taldi valda óparfa veraldarvafstri, en honum var meir í mun, að prestarnir stunduðu barnakennslu og legði sig fram um uppfræðslu ungdómsins en slíka hluti. Hvað, sem um ákefð Jóns Skálholtsrektors er að segja og allt j?að ámæli, sem hann hlaut með löndum sínum fyrir, er það mála sannast, að hann var langt á undan sinni samtíð og vildi stofna landlæknis- embætti, prestaskóla og helzt háskóla, sem allt kom löngu seinna, en vekja bindindishreyfingu í landinu og efna til almennra barnaskóla og kennslueftirlits, sem einnig var fjarlægur fram- tíðardraumur. Hér er eigi rúm að rekja merkar tillögur þessa framsýna ís- lendings til „breytinga og batnaðar". En meinleg örlög hafa löngum hætt manninn. Ein breytingin varð sú, að Skriðuklaust- urskirkja skyldi vera útkirkja frá Valhjófsstað. Síðasti heimilis- presturinn þar, síra Guðmundur Ingimundarson, fór að Hofteigi 1738, og var p>ar með bundinn endir á eina barnaskólann í Fljóts- dal, sem raunar hafði starfað, pó með úrtökum, allt frá tímum klaustursins. Valþjófsstaðarprestar munu margir hafa kennt, en aðeins pví úrvali sveina, sem áttu að verða prestar og sýslumenn
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.