Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1977, Síða 32
30
MÚL AÞING
sem færa mátti til betra vegar. Sumt til sparnaðar og veraldlegra
hygginda, sem valdhafinn hlaut að meta mikils, en pó um flest
í andlegri veru og siðfræðilegu tilliti. En Harboe var ekki einn
á ferð. Ef til vill er ofsagt, að Jón Þorkelsson, „Thorcillius“ eða
„Jón Skálholtsrektor“, sem hann er oft nefndur, hafi verið augu
hans og eyru, en hitt er víst, að Jón lagði mjög á ráðin. Það
hafði hann raunar gert áður, er hann var langdvölum í Danmörku,
en sagt, að hann væri eirðarlaus af ákafa að koma áhugamálum
sínum á framfæri. Stofnað hafði verið yfirumsjónarráð kirkjunn-
ar 1736, og komst Jón brátt í kunnugleika við æðstu menn þar,
m. a. Erik Pontoppidan, sem síðar varð frægur á íslandi vegna
barnalærdómskversins, sem hér hlaut nafnið „Rangi-Ponti“. En
það var ekki sök þessa snjalla fræðimanns og nafntogaða Björg-
vinjarbiskups — og er önnur saga. Er skemmst af p\í að segja,
að Jón lagði ítarlegar tillögur sínar um „rannsókn til breytingar
og batnaðar á íslandi" fyrir yfirumsjónarráðið í 25 liðum. Fjallar
hann par m. a. um lén prestanna, eða prestsetursstaðina með jörð-
um og ítölum, sem hann taldi valda óparfa veraldarvafstri, en
honum var meir í mun, að prestarnir stunduðu barnakennslu og
legði sig fram um uppfræðslu ungdómsins en slíka hluti. Hvað,
sem um ákefð Jóns Skálholtsrektors er að segja og allt j?að ámæli,
sem hann hlaut með löndum sínum fyrir, er það mála sannast, að
hann var langt á undan sinni samtíð og vildi stofna landlæknis-
embætti, prestaskóla og helzt háskóla, sem allt kom löngu seinna,
en vekja bindindishreyfingu í landinu og efna til almennra
barnaskóla og kennslueftirlits, sem einnig var fjarlægur fram-
tíðardraumur.
Hér er eigi rúm að rekja merkar tillögur þessa framsýna ís-
lendings til „breytinga og batnaðar". En meinleg örlög hafa
löngum hætt manninn. Ein breytingin varð sú, að Skriðuklaust-
urskirkja skyldi vera útkirkja frá Valhjófsstað. Síðasti heimilis-
presturinn þar, síra Guðmundur Ingimundarson, fór að Hofteigi
1738, og var p>ar með bundinn endir á eina barnaskólann í Fljóts-
dal, sem raunar hafði starfað, pó með úrtökum, allt frá tímum
klaustursins. Valþjófsstaðarprestar munu margir hafa kennt, en
aðeins pví úrvali sveina, sem áttu að verða prestar og sýslumenn