Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1977, Page 49
MÚLAÞING
47
á Hallormsstað. Var ástæðan sú, að þeim nágrönnunum honum
og Hans sýslumanni Wíum, sem settist að á Skriðuklaustri 1740,
er hann tók við sýsluvöldum af Jens föður sínum, kom illa
saman. Mun ekki hafa bætt úr skák, að Skriðuklausturskirkja
varð nú útkirkja frá Valpjófsstað og síra Magnús }>ví sóknar-
prestur hins unga og stórlynda sýslumanns. Hefur verið mikið í
efni, fyrst síra Magnús brá á petta ráð. Tekjumunur brauðanna
var mjög mikill og hin ytri vegsemd ekki sambærileg. Og víst er,
að konu hans, sem var fædd og upp alin á Valþjófsstað, hafa
ekki veitzt búferlin létt. — Síra Magnús sat á Hallormsstað til
dauðadags 1766. Var hann um margt hinn bezti klerkur, j>ótt
lítið þækti Ludvig Harboe í hann varið, er hann prófaði prestana
á Héraði í Vallanesi sumarið 1744. Síra Magnús og Kristín Páls-
dóttir voru bæði afkomendur síra Einars skálds í Eydölum, hún
í báðar ættir eins og pcgar segir. Sonur þeirra var Guðmundur
fornfræðingur, hálærður og ]>ckktur fræðimaður í Kaupmanna-
höfn. Liggja eftir hann merk ritstörf s. s. 1. bindi Sæmundar Eddu
með latneskum skýringum og íslenzk orðabók með latneskum
þýðingum. Guðmundur dó í Höfn ókvæntur og bamlaus, en af
öðrum börnum þeirra hjóna er mikið kyn, }>. á m. Vallanesprest-
arnir síra Jón Stefánsson yngri, langalangafi Eysteins ráðherra,
og síra Bergur Jónsson, afi Péturs Jónssonar á Egilsstöðum og
j>eirra kunnu systkina.
Síra Hjörleifur Þórðarson hélt Valjrjófsstað í 44 ár. Hann var
gagnmerkur, skáld gott bæði á móðurmáli og latínu, gáfumaður
í helztu kennimanna röð. 1785 voru Passíusálma(>ýðingar hans á
latínu prentaðar í Kaupmannahöfn og 1918 háttalykill latneskur,
útgefinn í Reykjavík, en Ijóð hans eru varðveitt í mörgum upp-
skriftum. Síra Hjörleifur var upp runninn í Álftafirði, faðir frá
Starmýri, móðir Geithellum, Þórður Þorvarðarson og Sigríður
Hjörleifsdóttir. Aðeins 21 árs var hann vígður til Þvottár, 1716,
og gerðist }>egar mikill búsýslu og athafnamaður, einn fárra presta
í j>ví fátæka brauði. Mun hann hafa skilizt við Þvottárkirkju
auðugri að gripum og í betra búningi en aðrir prestar, er hann
fekk Hallormsstað 1731. Á Valþjófsstað var hann að sönnu gild-
ur búandi, pótt árferði væri löngum illt. En J>essi ríkiláti höfðingi