Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1977, Page 127
MÚLAÞING
125
Leppur vorum ekkert annað en agnaragnir ofurseldar regin-
mætti. Við vorum fisið í straumnum og pað setti að mér ofsa-
hræðslu. Eg sá ána skella með feiknaafli á Vaðhólmanum fyrir
neðan og háma í sig mold og sand úr hnausabörðum eins og
óargadýr slokaði bráð, en straumurinn á okkur pungur og dulur
og ógnandi hylurinn neðan við.
Ekki gafst tóm til að stansa og áfram pokaðist Leppur. Um
leið og dýpkaði í álnum sleppti eg taumunum á áburðarhestun-
um sökum hræðslu. Það skipti engum togum, áin greip pá, svipti
)æim í strenginn og bar á bullandi sundi yfir hylinn og niður í
hvítfyssandi straumköstin út með hólmanum. í fyrstu voru þeir
saman en skildust síðan að og von bráðar hurfu þeir mér sýn-
um, enda átti eg nóg með mig. Eg reyndi af öllum mætti að
halda Lepp skáhallt upp í strauminn og ofan við brotið, en pað
bar ekki árangur pví að allt í einu steyptist hann fram af brún-
inni og rann út í hylinn á kaf að eg held og eg fann vatnið stíga
mér upp á bringu. Þá bað eg guð að hjálpa mér og kom í hug
um leið pað sem eg hafði heyrt, að hestur sem kaffærðist drægi
til sín mikið loft um leið og Jændist við pað snögglega út og
væri pá hætt við að gjörð eða móttak brysti. Einmitt pað gerð-
ist. Eg heyrði pegar móttakið slitnaði og fann að hnakkurinn
losnaði og lyftist upp af baki hestsins. Þá klemmdi eg fætur að
síðum af öllu afli til að missa ekki undan mér hnakkinn, ríghélt
í faxið og hét pví upphátt að aldrei skyldi eg ríða petta árhelvíti
framar ef mér auðnaðist að ná landi. Að þeim orðum töluðum
bar svo við að straumurinn slengdi hestinum upp að hólmanum
að stórri niðurfallinni torfulengju úr bakkanum og vissi grasi-
vaxin hlið hennar að okkur Lepp. Að þcssari torfu lagðist hann
eins og bátur að klöpp. Nú var möguleiki að sleppa. Eg lyfti
hægri fæti með stakri varúð upp á herðakambinn á klárnum,
síðan hinum, brölti á fætur og stökk eða kastaði mér úr hnakkn-
um upp á torfuna — skyndilega og óvænt sloppinn úr klóm
Grímsár.
Torfan var sléttur stallur sem fé hafði troðið til er pað leitaði
afdreps í hrakviðrum, stóð um fet upp úr vatninu en um hnéhá
bakkabrún sjálfs hólmans ofar. Áin tók hnakkinn um leið og