Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1977, Síða 150
148
MÚLAÞING
verið um nokkra skiptingu að ræða pótt föst deildaskipting hafi
ekki átt sér stað. En fröken Jónína Gísladóttir kvaðst pó hafa
kennt hjá Lárusi einn vetur eða hluta úr vetri eftir 1891, yngri
börnum, einkanlega lestur, skrift og reikning. Er svo að sjá sem
Lárus hafi fengið aðstoð við kennslu upp frá því. En 1896—’97
er skólinn algerlega tvískiptur p. e. starfar í tveimur deildum, en
ekki er sýnt, að fastur kennari hafi verið ráðinn við skólann
með Lárusi, fyrr en Elín Tómasdóttir verður starfandi kennari
hjá honum veturinn 1902—1903, enda er skólinn pá orðinn 3
deildir.
Námsgreinar eru yfirleitt áfram pær sömu og að framan er
getið pó var enska tekin upp með nokkrum nemendum 1885 og
stóð p'dð í allmörg ár. Er hún pó ekki yfirleitt tekin til loka-
prófs á vorin nema hjá fáum einum. En um sama leyti er saga
felld niður og ekki tekin upp aftur fyrr en eftir aldamót.
Loks frá haustinu 1893 er skráður aldur nemenda og eru þeir
pað ár 28. Haustið 1899 eru innritaðir 27 nemendur á aldrinum
7—14 ára. Af peim tóku 24 vorpróf 1900. Aðeins einn nemandi
er 14 ára. 13 ára eru 6, 12 ára 6, 11 ára 4, 10 ára 3, 9 ára 3, 8
ára 3 og 7 ára 1. Haustið 1900 eru innritaðir 39 nemendur með
svipuðum aldursmismun, 7—14 ára, og yfir 40 1901. Haustið
1902 eru nem. 48 alls, enda er þeim pá skipt í 3 bekkjardeildir og
Elín Tómasdóttir pá orðinn fastur kennari eins og áður segir.
Gæti hún vel hafa kennt áður, J>ótt hún hafi ekki látið eftir sig
undirskrift í prófbók fyrr en 1903, en hún var hér kennari árum
saman.
Fyrstu árin voru gefnar vikulegar einkunnir, en fljótlega eftir
að Lárus Tómasson tekur við er pó farið að gefa einkunnir mán-
aðarlega. Munu nútímamenn sjálfsagt telja pað til framfara.
1890—’91 er tekið upp á að gefa einkunnir daglega hluta af
skólaárinu eða fram í janúar m. a. eru gefnar einkunnir 24. des.
í öllum námsgreinum. f febrúar er aftur farið að gefa vikulegar
einkunnir að mestu og stendur svo til vors 1895. Eftir það koma
mánaðareinkunnagjafir aftur í tízku til langrar framtíðar.
Örsteðskerfi er ávallt notað frá fyrstu byrjun og fram til 1908,