Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Page 28
26
MÚLAÞING
heimildir um þessa götu héldust í munnmælum langt fram á síðustu
öld.
IV
Hér að framan hefur verið hugað að tveimur atriðum í Hrafnkels
sögu Freysgoða, annarsvegar athugsemd um Jökulsdalsmenn og hins
vegar frásögn af Hallfreðargötu.
Athugun á tilvísun til Jökulsdalsmanna hefur leitt í ljós að þar sé að
líkindum um gamla sagnleif að ræða, sem höfundi hafi ekki verið full-
komlega ljóst hvernig tengdist öðru efni sögunnar. Nákvæm rannsókn
á öðrum frásögnum og skipan byggðar bendir þó til þess að fleira í sög-
unni tengist Jökuldalnum en sagan gefur til kynna með berum orðum.
Hallfreðargata er hins vegar í raun ekki ráðgáta í sögunni. Þar er
sagt skýrt og skilmerkilega hvar hún hafi verið lögð og þegar aðstæður
eru kannaðar til hlítar kemur allt vel heim, eins og staðkunnugir menn
hafa séð. (H.S. 1967, 49). Hvað Hallfreðargötu varðar hafa fræðimenn
hins vegar lengi verið áttavilltir í landslaginu og því hafa vandamál
hrannast upp henni tengd og leitt af sér margskonar röskun aðra. Er
þar alvarlegast a"ð texta sögunnar hefur verið breytt í fjölmörgum
útgáfum og í þýðingum á Hrafnkels sögu Freysgoða hefur sú afbökun
borist til annarra landa. Er mál til komið að þessi afbökun verði færð
til fyrra horfs og texti tiltækra handrita prentaður óbrengl-
aður í framtíðinni.
Heimildarrit
Halldór Stefánsson: Austfirðingasögur í útgáfu Fornritaútgáfunnar. Ak.
1967, (Múlaþing 2, 46-52).
Helgi Gíslason: Fell. Sveitarlýsing. 1974. (Sveitir og jarðir í Múla-
þingi I, 371-423).
Hrafnkels saga Freysgoða. Jón Jóhannesson gaf út. Reykjavík 1950. (íslenzk
fornrit XI).
Hrafnkels saga Freysgoða. Búið til prentunar hefur Magnús Finnbogason.
Reykjavík 1953.
Hrafnkels saga Freysgoða. Udgivet af Jón Helgason. Kóbenhavn 1959. (Nor-
disk filologí).
Hrafnkels saga Freysgoða. Óskar Halldórsson annaðist útgáfuna. Reykjavík
1965. Endurútgefin 1971; 1977; 1981.
Hrafnkel’s Saga and other Icelandic Stories. Translated with an Introduction
by Hermann Pálsson. Penguin Books 1976.
Jón Hnefill Aðalsteinsson: Norrænar goðsögur í Glúmu og Hrafnkötlu.
Reykjavík 1987. (Tímarit Háskóla íslands 2, 78-84).