Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Page 47

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Page 47
MÚLAÞING 45 á leiðið, með nafni Jóns, og bætir svo við „en Sigurður Nordal vill ekki hafa, að Jón liggi hér, og eigi heldur hafi hann heitið Jón hrak, heldur Jón flak, og má vel vera.“ Hvað sem því líður, hefur gabbróhellan góða endanlega staðfest til- veru þessarar merku sögupersónu í kirkjugarðinum á Klaustri, svo ekki verður um villst, og Franziska sonardóttir Gunnars, hefur ritað skemmtilega um samskipti sín við Jón á æskuárum sínum á Klaustri. (5). Sjálfsagt finnst ýmsum það einkennilegt að taka leiði Jóns hraks inn í þessa upptalningu á fornum haugum, þar sem það er inni í kirkju- garði, en mér sýnist að Jón beri öll merki hinna venjulegu haugbúa, þrátt fyrir vígða mold, og sé raunar prýðilegt dæmi um átrúnað fólks á þess háttar fyrirbæri; því til þess eru mestar líkur að hann hafi aldrei verið til, og allra síst jarðaður í Skriðuklausturskirkjugarði. Pjófaleiði, Valþjófsstað. „Sagan af Snœfells-þjófunum“ er skráð af Sigfúsi Sigfússyni þjóð- sagnameistara, eftir sögnum Jóns Pálssonar (blinda) í Víðivallagerði og Bergljótar Sigurðardóttur á Skeggjastöðum í Fellum, en hún var frá Geitagerði í Fljótsdal (Sjá Þjóðs. S.S. 1. útg. 12. bindi, bls. 17). Þar er sýnilega blandað saman ýmsum munnmælasögum og jafnvel efni úr fornsögum eins og Hellismanna sögu. Tilefni sögunnar virðist vera bæjarnafnið Valþjófsstaður og tilraun til útskýringar á því ásamt fleiri örnefnum. Sagt er að eitt sinn hafi 18 sakamenn búið um sig í helli undir fossi í ánni sem rennur niður af Snæfellshálsi, fyrir sunnan Snæfell og síðan kallast Þjófagilsá, en dal- drag sem hún kemur úr heitir Þjófadalur. Eru fjórir þeirra nafngreindir í sögunni, þ.e. Galti, Valur, Valþjófur og Valnastakkur. Prestssonur á Valþjófsstað fann upp það bragð, að gerast liðsmaður þeirra, og taldi þá á að leita sér kvenna niðri í dalnum, til að hafa hjá sér í hellinum. Sagði hann vænlegast að grípa konurnar við messu í Valþjófsstaðakirkju, því þá yrðu bændur varbúnir. Létu þeir til skarar skríða á hvítasunnudag, en prestssonur hafði komið boðum til bænda. Sátu karlar, dulbúnir sem konur, með vopn undir klæðum, fremst í kirkjunni, en konur inni í kór. Hlutu þjófar hinar verstu móttökur, og voru fljótlega yfirbugaðir, enda hafði prestsson fengið þá til að skilja eftir vopn sín utan dyra. Þeir Galti og Valur komust úr kirkjunni en voru eltir hvor í sína átt, Galti upp í skarð í Bæjarhjallanum, þar sem
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.