Jökull


Jökull - 01.12.1959, Page 54

Jökull - 01.12.1959, Page 54
Ljósm. Þ. Jósepsson. Okið úr lofti Meðfylgjandi mynd er af Okinu og tekin úr lofti haustið 1957. Sér til suðvesturs. Okið er, sem kunnugt er, grágrýtisdyngja, frá síðasta hlýviðrisskeiði kvarteru ísaldarinnar, og nær 1127 metra yfir sjávarmál. Þegar Þorvaldur Thoroddsen rannsakaði landið lá jökulhetta yfir öllum dyngjuhvirflinum og er flatarmál hennar, samkvæmt korti Þorvalds, 35 ferkm. Sam- kvæmt korti danska herforingjaráðsins frá 1910 er flatarmálið 15 ferkm, en samkvæmt ameríska kortinu í sama mælikvarða (1:50000) gerðu eftir flugmyndum, teknum í september og október 1945, er flatarmálið aðeins 7 km2. Þótt þessi þrjú kort séu alls ekki sambærileg með nokk- urri nákvæmni, sýnir flatarmálið samkvæmt þeim hvert stefnir með þennan jökul. Flug- myndin sýnir, að nú er jökull aðeins norðan í hvirflinum og gígbarmarnir orðnir jökulvana svo að sést vel lögun gígsins, sem er greinilega tvöfaldur og næstum hringlaga, þvermál um 400 metrar. Auðsætt er, að haldist loftslag enn um sinn svipað því sem það hefur verið síðustu áratug- 52 ina, fer um jökulinn í Oki sem annan jökul og stærri, Glámu, sem heita má horfinn með öllu, þótt enn séu þar nokkrar jökulfannir. Sam- kvæmt korti Þorvalds er flatarmál Glámu 230 ferkm, samkvæmt korti herforingjaráðs frá 1913 aðeins 4.5 ferkm. A korti Björns Gunnlaugsson- ar frá 1844 er flatarmál jökulsins mun stærra en á korti Þorvalds og enn miklu stærri á korti J. H. H. Knopf’s, sem mældi á Vestfjörðum 1733. Bæði síðastnefndu kortin eru mjög óná- kvæm — Björn mun aldrei hafa séð Glámu — en vera má það rétt, að jökull á Glámu hafi verið stærri á fjórða tug 18. aldar en framan af 19. öld, og ekki er ástæða til að ætla að Gláma hafi verið mikið minni um sig 1886 en hún er sýnd á korti Þorvalds. Það er og næsta táknrænt að tveir stærstu jökl- arnir, þeirra sem horfið hafa eða eru að hverfa vegna hitnandi loftslags á þessari öld, skulu hvorugur bera jökulnafn. Þeir heita aðeins Ok og Gláma. Líklega hefur hvorugur þessara jökla verið til á þjóðveldistímanum. Sigurður Þórarinsson.

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.