Jökull


Jökull - 01.12.1959, Blaðsíða 54

Jökull - 01.12.1959, Blaðsíða 54
Ljósm. Þ. Jósepsson. Okið úr lofti Meðfylgjandi mynd er af Okinu og tekin úr lofti haustið 1957. Sér til suðvesturs. Okið er, sem kunnugt er, grágrýtisdyngja, frá síðasta hlýviðrisskeiði kvarteru ísaldarinnar, og nær 1127 metra yfir sjávarmál. Þegar Þorvaldur Thoroddsen rannsakaði landið lá jökulhetta yfir öllum dyngjuhvirflinum og er flatarmál hennar, samkvæmt korti Þorvalds, 35 ferkm. Sam- kvæmt korti danska herforingjaráðsins frá 1910 er flatarmálið 15 ferkm, en samkvæmt ameríska kortinu í sama mælikvarða (1:50000) gerðu eftir flugmyndum, teknum í september og október 1945, er flatarmálið aðeins 7 km2. Þótt þessi þrjú kort séu alls ekki sambærileg með nokk- urri nákvæmni, sýnir flatarmálið samkvæmt þeim hvert stefnir með þennan jökul. Flug- myndin sýnir, að nú er jökull aðeins norðan í hvirflinum og gígbarmarnir orðnir jökulvana svo að sést vel lögun gígsins, sem er greinilega tvöfaldur og næstum hringlaga, þvermál um 400 metrar. Auðsætt er, að haldist loftslag enn um sinn svipað því sem það hefur verið síðustu áratug- 52 ina, fer um jökulinn í Oki sem annan jökul og stærri, Glámu, sem heita má horfinn með öllu, þótt enn séu þar nokkrar jökulfannir. Sam- kvæmt korti Þorvalds er flatarmál Glámu 230 ferkm, samkvæmt korti herforingjaráðs frá 1913 aðeins 4.5 ferkm. A korti Björns Gunnlaugsson- ar frá 1844 er flatarmál jökulsins mun stærra en á korti Þorvalds og enn miklu stærri á korti J. H. H. Knopf’s, sem mældi á Vestfjörðum 1733. Bæði síðastnefndu kortin eru mjög óná- kvæm — Björn mun aldrei hafa séð Glámu — en vera má það rétt, að jökull á Glámu hafi verið stærri á fjórða tug 18. aldar en framan af 19. öld, og ekki er ástæða til að ætla að Gláma hafi verið mikið minni um sig 1886 en hún er sýnd á korti Þorvalds. Það er og næsta táknrænt að tveir stærstu jökl- arnir, þeirra sem horfið hafa eða eru að hverfa vegna hitnandi loftslags á þessari öld, skulu hvorugur bera jökulnafn. Þeir heita aðeins Ok og Gláma. Líklega hefur hvorugur þessara jökla verið til á þjóðveldistímanum. Sigurður Þórarinsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.