Archaeologia Islandica - 01.01.1998, Blaðsíða 17

Archaeologia Islandica - 01.01.1998, Blaðsíða 17
Fornleifaskráning sem þeir voru í hópi þeirra er sátu yfir fornum ritum eða hinna sem fóru í leiðangra um landið til að rannsaka náttúru þess og efnahagsleg gæði. Skrifari Arna, Jón Olafsson frá Grunnavík, tók saman einskonar skrá yfir þekkta hauga á Islandi sem til er varðveitt í handriti en var ekki gefin út fyrr en 1812 og þá í danskri útgáfu (John Olafsen 1812). Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson skoðuðu nokkra þekkta minjastaði á ferðalögum sínum um Island um miðja öldina og geta þeirra í ferðabók sinni. Árin 1775- 1777 fór Ólafur Olavius (1965) um landið á vegum dönsku stjórnarinnar og gerði einkum athuganir á höfnum og lendingum. Ritaði hann m.a. í ferðabók sína merka lýsingu á minja- þorpinu á Gáseyri (sama heimild, 56- 7). Fornleifanefndin í Kaupmannahöfn Árið 1807 setti konungur á laggirnar nefnd til varðveislu fornleifa í Dan- mörku. Samkvæmt skipunarbréfi sendi hún boð til sóknarpresta að skrila skýrslur um fornleifar í hverri sókn. Finnur Magnússon fornfræðingur tók sæti í nefndinni árið 1816 og tók sam- an yfirlit um merkar fornleifar á Is- landi. Byggir rit þetta á staðþekkingu hans sjálfs auk þeirra heimilda sem þá voru tiltækar. Á grundvelli þessarar skýrslu friðaði nefndin 10 minjastaði. I kjölfarið sendi nefndin út spurninga- lista til íslenskra sóknarpresta og fékk til baka fjölmargar skýrslur á árunum 1817-23, sem gefnar voru út af Stofn- un Árna Magnússonar á íslandi einni og hálfri öld síðar. Fornleifaskráningin á vegum dönsku fornleifanefndarinnar var fyrsta heild- arskráning á minjum á íslandi. Nefnd- in óskaði eftir upplýsingum um forn- gripi og staðbundnar minjar. Á spurn- ingalistanum voru sérstaklega nefndir haugar, grettistök, þingstaðir, dóm- hringar, fornar áletranir og aðrar leifar af „Fornmanna-byggingum, er á ein- hvörnhátt kynnu ad vyrdast merkileg- ar” s.s. virkisleifar, rauðasmiðjur og undirgöng. Safnaði nefndin einnig sögusögnum um fornmenn, fornan átrúnað og hjátrú (FF, xxxvii-xxxviii). Árangurinn af þessu starfi varð ágætur. Fékk nefndin 172 skýrslur og gögn og er þar að finna upplýsingar um u.þ.b. 700 staði og minjar. Ekki höfum við vitneskju um hvernig skýrsluhöfundar báru sig að við skráninguna. Þeir sem lengi höfðu þjónað í sókn sinni hafa án efa vitað af „helstu“ minjastöðum í grenndinni. Aðrir hafa spurt marg- fróða menn og gamla. Og sjálfsagt hafa einhverjir farið líkt að og séra Bene- dikt Árnason í Hjarðarholti í Dölum, en hann, „ad endadri heilagre þjónustu gjörd“, las yfir sóknarmönnum spurn- ingalistann og leitaði þannig fanga. Samkvæmt lýsingu prests þá svöruðu þeir „Nej“ einum rómi, en svo var reyndar getið um eina dys (FF, 375). Þekkja skráningarmenn í dag mætavel þessi hógværu viðbrögð staðkunnugra manna í sveitum landsins. 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Archaeologia Islandica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Archaeologia Islandica
https://timarit.is/publication/1160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.