Archaeologia Islandica - 01.01.1998, Blaðsíða 19

Archaeologia Islandica - 01.01.1998, Blaðsíða 19
Fornleifaskráning Þrátt fyrir að Lýsing íslands hafi ekki orðið að veruleika og lítið hafi bæst við þekkingu um fornleifar með heimilda- söfnun félagsins varð minjaskoðun ný grein á meiði fornfræða. Einstaklingar tóku að leita að fornum mannvistar- leifum, örnefnum og sögustöðum að eigin frumkvæði, þeir tóku saman skrár og skrifuðu jafnvel ritgerðir um árangurinn. Bókmenntafélagið var heldur ekki af baki dottið. Árið 1856 hóf það útgáfu á nýrri ritröð, Safni til sögu íslands og íslenzkra bókmenta að fornu og nýju. Var henni ætlað að vera vettvangur fyrir útgáfu á hinum mörgu ritgerðum og öðrum gögnum sem talin voru liggja óprentuð í fórum manna. Þar var ráðgert að gefa út Acta ýmiskonar, þ.e. lengri ritgerðir, um menningu og sögu lands og þjóðar. Þessari útgáfustefnu var haldið fram yfir aldamótin 1900, og þar varð til mikilvægur vettvangur fyrir útgáfu á löngum örnefna- og minjaskrám sem þegar voru til í handriti. Þannig varð í raun til ný „bókmen n tagrei n“ innan íslenskra fræða. Segja má að þessi nýja grein skiptist í þrjá meginflokka, þó að mörkin milli þeirra séu ekki alltaf mjög skýr, enda voru höfundarnir að þreifa fyrir sér á nýju fræðasviði. Fyrsti flokkurinn voru rannsóknir á staðfræði einstakra ís- lendingasagna, þar sem sagan var bor- in saman við landslag og staðhætti. Komu þá gjarnan fram misfellur sem kölluðu á fræðilegar umræður og skýr- ingar. Þannig gerði sr. Magnús Gríms- son (1861) á Mosfelli, áhugamaður um fornleifar og sögur, rannsóknir á þeim hluta Egils sögu er gerist á Mosfelli og þar í grennd. Framlag hans náði aðeins til lítils hluta sögunnar og liggur gildi þess einkum í því að athugun hans var með þeim fyrstu sem prentaðar voru og varð því fyrirmynd öðrum örnefna- söfnurum og áhugamönnum um vett- vangsrannsóknir. Síðar komu ritgerðir þar sem höfundar reyndu að leiðrétta texta sagnanna með samanburði á þeim og örnefnum í söguhéraðinu (sjá: Sighvatur Grímsson 1886, Árni Thor- lacius 1886, Þorleifur Jónsson 1886). I öðrum flokki eru skrár yfir örnefni heilla héraða, þar sem áhersla er lögð á söfnun og varðveislu þekkingar um heiti staðanna, fremur en að skýra ein- stakar frásagnir eða skekkjur í fornrit- unum (sjá: Jón Jónsson 1886, Sigurður Gunnarsson 1886). Loks leituðust menn við að gera sagnfræðilegar rann- sóknir á þjóðveldistímabilinu með því að safna upplýsingum um örnefni og minjar og fella þær saman við frásagnir Islendingasagna og annarra ritheimilda (sjá t.d.: Páll Sigurðsson 1886). Sögustaðafræði er ekki aðeins skemmtiganga um söguslóðir, sem er farin til að leita uppi fornleifar, heldur er hún einnig furðulegur blendingur af sagnfræði, textafræði, þjóðháttafræði og jafnvel landmótunarfræði. Til að ná markmiðum sínum við söfnun og varðveislu þekkingar um sögustaði leituðust rannsakendur við að finna og skilgreina helstu einkenni svæðisins á staðfræðilegum nótum og fella þau síðan að viðeigandi frásögn og við- burðum í sögunni. Það er sameiginlegt einkenni á öll- 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Archaeologia Islandica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Archaeologia Islandica
https://timarit.is/publication/1160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.