Archaeologia Islandica - 01.01.1998, Blaðsíða 28
Adolf Friðriksson & Orri Vésteinsson
fremur kumlarannsóknum. Skiluðu
þær ekki einungis merku undirstöðu-
riti um grafsiðu í fornöld heldur var
með kumlatali Kristjáns komið lagi á
skráningu á einum flokki minja á
landinu öllu. Lauk hann við skráningu
á þessum minjaflokki eftir heimildum
og vettvangsferðum árið 1956 og nú
40 árum síðar stendur kumlaskrá hans
eftir sem rækilegasta minjaskrá sem
völ er á (Kristján Eldjárn 1956).
I embættistíð Kristjáns sinnti Þjóð-
minjasafnið hins vegar almennri forn-
leifaskráningu lítið, en áhugi leik-
manna vakti í sveitum landsins og Ar-
bók birti enn árangurinn af starfi
þeirra. Hér má nefna skráningu ör-
nefna og minja, sem Jakob H. Líndal
(1951) gerði á jörð sinni Lækjamóti í
Víðidal 1948, og skráningu eyðibýla-
minja í Helgafellssveit, sem Guð-
brandur Sigurðsson (1957) vann.
Áhugi á sögu og minjum eyðibyggða
fór vaxandi á þessum árum og lagði
Þjóðminjasafn fram sinn skerf. Eitt af
fyrstu verkum Gísla Gestssonar í starfi
sínu hjá safninu var eyðibyggðaskrán-
ing. Fór hann um Þjórsárdal ásamt Jó-
hanni Briem (1954) á árunum 1951-
53 og endurbættu þeir minjaskrá
Brynjúlfs Jónssonar frá um 1870. Hef-
ur Þjóðminjasafn ekki gefið út forn-
leifaskrá af því tagi síðan. Þótt minja-
staðaskráning hafi verið takmörkuð var
engin ládeyða í skráningu á vegum
safnsins. Mikill kraftur var í örnefna-
söfnuninni á þessum árum, bæði á veg-
um Fornleifafélagsins og síðar Þjóð-
minjasafns sem tók við verkinu á sjötta
áratugnum. Þá hófst einnig þjóðhátta-
söfnun árið 1959 að undirlagi þjóð-
minjavarðar. Vettvangsathuganir á
vegum safnsins jukust stórlega og voru
það einkum eftirlitsferðir og rannsókn-
ir, en ekki skráning minja. Gamlar
friðlýsingar héldu enn gildi sínu og
var áhugi á að gera meira en gefa út
þinglýst skjöl til að varðveita minjarn-
ar. Þjóðminjavörður réðist í að útbúa
friðlýsingarmerki 1964 og næstu árin
á eftir var farið á friðlýsta staði og þeir
merktir.
I ársskýrslu um safnið fyrir árið
1963 segir Kristján (1965, 149) að
farnar hafi verið „nokkrar ferðir um
Reykjanes til þess að endurskoða frið-
lýsingar, og er ætlunin, að þetta verði
upphaf að allsherjar endurskoðun þess-
ara mála í framtíðinni. Engum vafa er
bundið, að brýna nauðsyn ber til að
vinna slíkt verk, endurskoða allar eldri
friðlýsingar, friðlýsa fleiri staði eftir
því sem þörf þykir, og merkja alla frið-
lýsta staði sérstöku friðlýsingarmerki.“
Minna varð úr þessum áformum en
til stóð. Hefur þjóðminjavörður oft
orðið fyrir vonbrigðum er hann kom á
friðlýsta staði. Fjölda staða hafði verið
spillt og í sumum tilfellum virtist
friðlýsing byggð á misskilningi þar
sem forveri hans hafði ekki komið á
viðkomandi stað sjálfur heldur vísað í
hálfrar aldar gamlar lýsingar. Merking
friðlýstra minja hófst engu að síður og
hefur verið haldið áfram síðan. En end-
urskoðun eldri friðlýsinga er enn ekki
hafin. Þó má með sanni segja að í verki
hafi friðlýsingarstefnan verið endur-
skoðuð. A árunum 1948-1963 voru
aðeins 5 nýjir staðir teknir á friðlýs-
28