Archaeologia Islandica - 01.01.1998, Blaðsíða 36

Archaeologia Islandica - 01.01.1998, Blaðsíða 36
Adolf Friðriksson & Orri Vésteinsson að hafði í spón. Gildi minjastaða var því með öðrum orðum talið felast í að vera sýnilegir og helgaðist þetta senni- lega öðrum þræði af því að fornleifa- skrásetjarar voru fyrst og fremst safna- menn sem fengust við það í starfi sínu að safna gripum og varðveita þá, en þekkingaröflun með uppgrefti var að- eins lítill hluti af starfi þeirra. Ekki er þó svo að skilja að menn hafi ekki gert sér grein fyrir því að mannvistarleifar gætu leynst undir sverði enda hefur löngum verið gert ráð fyrir því í lög- gjöf að minjar sem óvænt koma í ljós við framkvæmdir njóti friðunar nema stjórnvöld heimili að þeim verði farg- að. Þetta ákvæði þjóðminjalaga kallar auðvitað á að til séu heildstæðar upp- lýsingar um fornleifar, hvort sem þær eru sýnilegar eður ei, því fram- kvæmdaaðilar kjósa frekar að vita af fornleifum fyrirfram heldur en að þurfa að stöðva framkvæmdir vegna þeirra. Heildarskrdning fornleifa Þrátt fyrir hin nýju þjóðminjalög dró mjög úr fornleifaskráningu á Islandi um 1990 og var á næstu árum lítið sem ekkert aðhafst á þessu sviði. A- stæðan mun m.a. hafa verið sú að ábyrgð á málaflokknum hafði verið fal- in fornleifanefnd og var því beðið eftir frumkvæði hennar. Einnig hafði af- rakstur skráningar sjaldnast verið sýni- legur þar sem skrár lágu í einu eintaki hjá höfundinum. Loks má nefna að skráningaraðferðir voru seinvirkar og skráningarstarfið því dýrt. Frumkvæðið að nýju átaki í forn- leifaskráningu kom frá Skipulagi ríkis- ins 1991- Skipulagsyfirvöld unnu þá að þróun aðferða við umhverfismat og var tekið saman stutt yfirlit um forn- leifar í Skútustaðahreppi (Ingvi Þor- steinsson ritstj. 1993). Skipulagið hvatti einnig til að fornleifaskráning yrði liður í svæðisskipulagsgerð og kostaði fyrstu tilraunir á því sviði er svæðisskipulag var unnið fyrir sveitar- félög sunnan Skarðsheiðar (Guðrún Jónsdóttir ritstj. 1994). Arið 1993 hófst samstarf Fornleifa- stofnunar Islands, Minjasafnsins á Ak- ureyri og sveitarfélaga í Eyjafirði um skráningu fornleifa í héraðinu. Skrán- ing hófst á vettvangi sumarið 1994 og hefur staðið samfleytt síðan (Adolf Friðriksson & Orri Vésteinsson 1998). Hefur skráningin í Eyjafirði orðið vett- vangur fyrir þróun skráningaraðferða. Það þróunarstarf hefur skilað sér í ódýrari og hraðvirkari skráningarvinnu og er skráning nú hafin mjög víða um landið. Ný aðferðafrœði Við þróun aðferða við fornleifaskrán- ingu sem hófst 1993 voru eftirfarandi forsendur lagðar til grundvallar: • Nauðsynlegt væri að skrá allar forn- leifar hvort sem þær eru sýnilegar á yfirborði eða ekki. • Brýnast væri að fá heildaryfirlit um fjölda og gerð minjastaða á Islandi. • Brýnast væri að finna og staðsetja minjastaði en nákvæmari úttektir 36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Archaeologia Islandica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Archaeologia Islandica
https://timarit.is/publication/1160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.