Archaeologia Islandica - 01.01.1998, Blaðsíða 82
Adolf Friðriksson & Orri Vésteinsson
norðan við nyrðri brún skurðar E í
þeim tilgangi að ná beinum sniðvegg.
Torf var rist í áföngum sunnan við lín-
una á eins metra breiðu belti. Sett var
upp einfalt hnitakerfi til að nota við
uppgröftinn. X 200, Y 100 punktur
hnitakerfisins var ákveðinn skammt
vestan við tóftina. Skurðurinn sem
grafinn var er á bilinu X 206-228 og
Y 100-101. Bráðabirgðahæðarpunktur
var valinn á norðausturhorni stein-
steyptrar stéttar framan við bæjardyr á
Hofstöðum.
Skurðurinn varð alls 22 metra langur
og 1 metra breiður. Fyllingin úr upp-
greftinum 1908 var hreinsuð upp úr
skurði E þversum yfir tóftina. I fyll-
ingunni fundust flestir forngripirnir
sem komu í ljós við þessa rannsókn.
Auðvelt reyndist að rekja norðurbakka
skurðar E niður á botn. Þá var einnig
fremur auðvelt að finna neðstu mörk
uppgraftarins 1908. I austurenda lentu
skil milli grafins og ógrafins svæðis í
miðjum skurði. Telja má víst að þar
séu norðurmörk á svæði því sem var
opnað við athugun á P, þ.e. hinum
meintu dyrum á austurhlið.
Að uppgrefti loknum var plastborði
lagður í botn skurðarins, skurðurinn
fylltur aftur og tyrft yfir.
Jarðlög yfir fornum mannvistarlögum
Grasrótarlag (Cl) er efsta lagið yfir
öllu uppgraftarsvæðinu, 7-10 sm
þykkt. I grasrótinni eru tvö nánast
óslitin dökkgrá lög. Þessi lög eru send-
in með móösku og viðarkolum og 0,3-
0,7 sm þykk. Þau ná yfir svæði þau
sem grafin voru upp árið 1908 og eru
því þarna komin eftir þann uppgröft.
Er þetta væntanlega skarn. Að sögn
ábúenda var í æsku þeirra aska alltaf
borin í flórinn til að þurrka hann.
Innihald flórsins var svo að sjálfsögðu
borið á tún.
Undir skarnlagi tekur við syrpa af
lögum sem kölluð eru C1016 í ein-
ingaskrá og eru það öll náttúruleg lög
sem eru yngri en tóftin. Áður en upp-
gröftur hófst 1908 lágu þau yfir allri
tóftinni. Þetta er ljósleit gróðurmold
með gjóskulögum og finna má stöku
viðarkolamola og móöskubletti. I
C1016 eru allnokkur gjóskulög frá
tímabilinu um 1104 til 1717 (sjá
Magnús Á. Sigurgeirsson 1998). Við
uppgröftinn 1908 höfðu þessi lög ver-
ið fjarlægð innan tóftar AB og þegar
skurður var grafinn þversum á E svæði.
Inni í tóftinni og skurðinum var mjög
blandað lag, sem er fyllingin (C2) frá
uppgreftinum 1908. Það er mold með
stöku hnausum og torfkögglum. í
henni er töluvert af ljósum gjósku-
flekkjum, viðarkoli, móösku og sóti. Á
milli þessara laga (C2 og C1016) ann-
ars vegar og óhreyfðra jarðlaga hins
vegar eru mannvistarleifarnar, sem lýst
verður síðar, en víkjum fyrst að
óhreyfðu jarðlögunum.
Jarðlög undir mannvistarleifum
Yngsta óhreyfða jarðlagið undir mann-
vistarleifunum er Ijósleit, fínkornótt
mold, undir henni er landnámssyrpan.
Undir henni er dökkbrún óhreyfð
mold og þar undir er gróf gjóska úr
82