Archaeologia Islandica - 01.01.1998, Blaðsíða 97

Archaeologia Islandica - 01.01.1998, Blaðsíða 97
Fornleifarannsóknir A Hofstöðum 1995 ján Eldjárn 1970; Ólafur Briem 1985). Hafa t.a.m. norskir fornleifafræðingar, sem rannsakað hafa stóran skála á Borg í Lófóten, túlkað sambærilegar minjar þar sem bústað höfðingja sem hélt blótveislur til að styrkja völd sín yfir héraðinu (Munch 1991). Eru minjarn- ar á Hofstöðum í Mývatnssveit fyrir- myndin að slíkum hugmyndum. Gagnrýni Olsens hefur jafnframt haft áhrif á aðferðafræðileg viðhorf hvað varðar samspil fornsagna og fornleifa- rannsókna. Þrátt fyrir deilur um hlut- verk minjanna á Hofstöðum og þá óvissu sem ríkti um aldur þeirra, hefur víða verið um þær fjallað í yfirlitsrit- um um norræna menningu og sögu á síðustu árum (sjá t.d. Jón Jóhannesson 1956,146; Kristján Eldjárn 1974,111- 112; Foote & Wilson 1970, 157, 398; Roesdahl 1982, 164; Jones 1984, 282, 328-29). Við rannsókn á Hofstöðum árið 1992 var grafinn þverskurður yfir tóft hins meinta gildaskála. Fundir og aðr- ar vísbendingar í jarðvegi (s.s. gerð gólfs og járnvinnsluleifar) bentu til að hér væri um að ræða leifar íbúðarskála sem ekki væri frábrugðinn öðrum skál- um nema að stærð (Adolf Friðriksson & Orri Vésteinsson 1998). Komu í ljós vel varðveitt gjóskulög er sýna aldur stóru tóftarinnar og einnig leifar áður óþekktra mannvirkja. Niðurstaða rann- sóknarinnar sýndi að áður en hinn frægi skáli á Hofstöðum var reistur, sennilega á 10. öld, hafi þegar verið hafinn þar búskapur og að búseta þar hafi lagst af á 11. öld (Magnús A. Sig- urgeirsson 1998). Markmið rannsóknar 1995 Til þessa hefur umræða fræðimanna um gryfjuna við Hofstaði takmarkast við þær skýringar að hún hafi verið soðhola eða ruslagryfja. I rannsóknun- um 1908 og 1965 var holan aðeins könnuð með skurðum og var gerð hennar því ekki að öllu leyti þekkt. Ekki var ljóst hvort þar væri að finna t.d. innri hleðslur, gólflög eða eld- stæði. Skýringar á hlutverki hennar byggja ekki á tilvísunum til samskon- ar minja. Ekki eru þekktar ruslaholur með hlöðnum veggjum við íslenska bæi eða annarsstaðar á Norðurlöndum. Soðholur hafa fundist við marga forn- bæi á norðurslóðum og í öðrum heims- hlutum, en yfirleitt eru þær 1-2 metr- ar í þvermál hið mesta og er því heldur langt til jafnað að gera holuna á Hof- stöðum, sem er um 6 m í þvermál, að slíkri eldunaraðstöðu. Við fyrri rann- sóknir hafði ekki verið látið á það reyna hvort holan gæti verið leifar jarðhúss, enda voru jarðhús lítt kunn í íslenskri fornleifafræði fyrr en á sjö- unda áratug þessarar aldar. A síðustu árum hafa fundist svipaðar gryfjur við fornbæi og er ljóst að þær eru jarðhús sem hafa verið notuð í margvíslegum tilgangi (sjá t.d. Bjarni F. Einarsson 1992; Orri Vésteinsson 1992). Eitt jarðhúsanna („Hús IV“) sem rannsakað var í Hvítárholti, reyndar sama árið og Olsen fór norður á Hofstaði, reyndist fullt af ösku og dýrabeinum (Þór Magnússon 1973, 30). I rannsóknunum árin 1908 og 1965 fengust engar vísbendingar um aldur holunnar. Fyrri rannsakendur gengu út 97
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Archaeologia Islandica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Archaeologia Islandica
https://timarit.is/publication/1160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.