Archaeologia Islandica - 01.01.1998, Blaðsíða 96
Adolf Friðriksson & Orri Vésteinsson
ungis verið ruslahola. Ef fyllingin í
holunni kæmi úr eldstæðum og soð-
holum hússins taldi hann að sjást ætti
í þversniðinu óregluleg jarðlagaskipt-
ing er sýndi ummerki um einstök
fötufylli af úrkasti. Honum þótti líka
kynlegt að gryfjan hafi ekki verið nýtt
til fulls, hafi hún átt að vera ruslahola.
Enn athyglisverðara var að holan hefur
ekki einungis afar reglulega lögun
heldur er og um hana vandlega hlað-
inn veggur. Að auki liggur hún beint á
móts við miðlínu stóru tóftarinnar og
blasir við aðaldyrum tóftarinnar, sem
Olsen telur að hafi verið á suðurgafli.
Þótti Olsen þessi atriði falla illa að
þeirri skýringu að holan hafi verið
grafin og veggir hlaðnir þar utan um
til þess eins að fleygja rusli. Dróst
hann heldur að þeirri skýringu að fyll-
ing gryfjunnar væri ekki aðflutt. Án
þess að hætta sér út í að ráða fram úr
uppruna einstakra jarðlaga, taldi hann
að hið mikla magn af eldsmerktum
steinum og brenndum beinum í báð-
um aðallögum fyllingarinnar sýndi að
gryfjan sjálf hafi í raun verið soðhola.
Þar eð hún er margfalt stærri en venju-
leg soðhola og að auki undir berum
himni eftir því sem best varð séð, þótti
honum afar ósennilegt að hún hafi ver-
ið notuð við venjulega matseld. Hins
vegar gat holan hafa verið heppileg
sem seyðir fyrir stórar samkomur. Hef-
ur það þá verið liður í hinu heiðna
helgihaldi að matreiða fórnardýrin í af-
arstórri soðholu utandyra fyrir fjöl-
mennið í blótveislunni sem fór fram í
skálanum. Taldi Olsen þessa niður-
stöðu einnig gefa möguleika á að bera
kennsl á aðra staði þar sem blótveislur
fóru fram. Hann minnti á að í frásögn
Hauksbókar Landnámu um ferðir
Flóka Vilgerðarsonar er sagt að við
Brjánslæk megi enn sjá tóftir af skála
hans sem og seyði. Þótti Olsen freist-
andi að draga þá ályktun að þar væri
um að ræða samskonar fyrirkomulag
og á Hofstöðum, þ.e. gildaskála og
seyði fyrir heiðnar helgiathafnir. Við
fornbæi víða á íslandi er að finna
hringlaga tóftir, sem gegnt hafa marg-
víslegu hlutverki. Þeirra á meðal
kynnu að leynast stórar soðholur svip-
aðar þeirri á Hofstöðum. Fór Olsen í
leiðangur á Vestfirði til að skoða forn-
leifar á Hofstöðum í Þorskafirði þar
sem hann vissi af áþekkum minjum og
í Mývatnssveit. Komst hann að því að
búið var að jafna út minjarnar, en sam-
kvæmt lýsingu hafði þar verið stór af-
löng tóft og við hlið hennar lítil hring-
laga tóft. Mátti enn sjá dæld í túnið
þar sem minni tóftin hafði verið. Taldi
Olsen ekki ósennilegt að þar væru
minjar gildaskála og soðholu, en varaði
jafnframt við því að nota þessa reglu
sem vísbendingu um minjar um heiðið
helgihald. Til þess að þessi samstæða
hlyti gildi sem trúverðug vísbending
yrði að gera umfangsmeiri fornleifa-
rannsóknir á allnokkrum stöðum. í
umfjöllun sinni ræddi Olsen ekki um
aldur gryfjunnar, en gekk út frá því
sem vísu að hún væri frá því fyrir
kristnitöku og frá sama tíma og skála-
tóftin stóra.
Niðurstöður Olsens hafa vissulega
haft víðtæk áhrif á skoðanir fræði-
manna (sjá t.d. Brpndsted 1965; Krist-
96