Archaeologia Islandica - 01.01.1998, Blaðsíða 112
Magnús Á. Sigurgeirsson
Mývatni (Árni Einarsson og fleiri
1988). Samkvæmt útbreiðslukorti er
þykkt þess við Mývatn minni en 0,1
cm (Sigurður Þórarinsson 1958).
6. Gjóskulagið H-1300. Efnagreining
á þessu lagi staðfesti að um Heklu-
gjósku er að ræða (Magnús Á. Sigur-
geirsson, óbirt gögn). Kísilsýra (Si02)
er 60-63 % sem er í samræmi við aðrar
greiningar (Árni Einarsson og fleiri
1988, Guðrún Larsen 1982). Þetta
gjóskulag er tiltölulega auðþekkjan-
legt í mörkinni fyrir það hversu gróf-
kornótt það er. Undir smásjá koma
líka fram ýmis einkenni sem greina
það frá öðrum dökkum gjóskulögum.
Áberandi er hversu gjóskukornin eru
hrjúf og margbreytileg að lit og lögun.
Talsvert er um rauðleit oxuð korn, en
þau eru einmitt einkennandi fyrir
Heklugjósku (Sigurður Þórarinsson
1968).
7. Gjóskulagið K-1262. Þetta gjósku-
lag hefur verið greint í jarðvegi á Jök-
uldal (Guðrún Larsen 1982), á Mý-
vatnssvæðinu (Árni Einarsson og fleiri
1988) og í Eyjafirði (Magnús Á. Sigur-
geirsson 1995). Telja verður víst að á
Hofstöðum sé um sama lag að ræða.
8. Gjóskulagið /-lögin H-1104/H-
1158. Ljóst slitrótt gjóskulag sem að
öllum líkindum samsvarar öðru þess-
ara laga eða báðum. Á stöku stað í
rústunum hefur mátt sjá tvær þunnar
slitrur með stuttu millibili. Hugsan-
legt er að lögin liggi saman víðast
hvar. Ekki er hægt að fullyrða um
hvort lagið er að ræða að svo stöddu.
Samkvæmt útbreiðslukortum eiga
bæði þessi gjóskulög að vera til staðar
við Mývatn (Guðrún Larsen og Sigurð-
ur Þórarinsson 1978, Guðrún Larsen
1992) en mjög þunn, minna en 0,2
cm.
9-12. Landnámssyrpan (LNS). Syrpa af
gjóskulögum sem yfirleitt er auð-
þekkjanleg í jarðvegi á norðan- og
austanverðu landinu. Á Mývatnssvæð-
inu eru þessi lög fjögur. Tvö efstu lög-
in eru dökkgrænleit og þunn, 0,5 cm
eða minna. Næst neðan þeirra er dökk-
grátt gjóskulag og neðsta lagið er
svart. Sömu lög greindust í Eyjafjarð-
ardal og voru þau efnagreind (Magnús
Á. Sigurgeirsson 1993). Efstu tvö lög-
in reyndust ættuð frá Veiðivatna-
Dyngjuhálskerfinu, gráa lagið frá
Grímsvatnakerfinu og það neðsta frá
Kötlu. Neðri lögin rvö eru ávallt
þykkari en hin efri og meira áberandi.
Þau hefur Sigurður Þórarinsson (1951)
auðkennt með bókstöfunum b og c í
sínum rannsóknum. Efsta lagið í LNS
er Landnámslagið (LNL) svonefnda.
Samkvæmt útbreiðslukorti er þykkt
þess við Mývatn minni en 0,5 cm
(Guðrún Larsen 1984). Landnámslagið
er talið hafa myndast árið 871 +/- 2 ár
(Karl Grönvold og fleiri 1995). Neðri
lögin tvö eru mynduð á tímabilinu
600-700 e.Kr. samkvæmt útreikningi
á þykknunarhraða jarðvegs (Árni Ein-
arsson og fleiri 1988).
Næst undir LNS má sums staðar sjá
ljóst gjóskulag sem samsvarar því lagi
sem nefnt hefur verið Grákolla eða G-
112