Archaeologia Islandica - 01.01.1998, Blaðsíða 76

Archaeologia Islandica - 01.01.1998, Blaðsíða 76
Adolf Friðriksson & Orri Vésteinsson staðnum í þeim tilgangi að reyna að fá sem gleggsta mynd af minjunum áður en grafið yrði í þær. Voru þá gerðar tvenns konar mælingar. Annars vegar var gerður einfaldur uppdráttur er sýn- ir útlínur tóftanna og kom hann furðu- vel heim við uppdrætti Daniels Bru- uns frá 1908. Hins vegar var gerð upp- mæling á minjunum með hæðarmæli og hæðarlínuteikning unnin með að- stoð tölvu. Við undirbúning rannsóknar og úr- vinnslu voru eldri fornleifaskýrslur og óbirt frumgögn úr leiðangri Daniels Bruun frá 1908 skoðuð. I gögnunum er að finna 40 teikningar af Hofstaða- minjunum og uppgreftinum á ýmsum stigum. Nokkrar þeirra hafa verið birt- ar í skýrslum og bókum Bruuns um rannsóknir hans á Islandi. Bruun gerði nokkrar perspektíf-teikningar sem sýna minjastaðinn fyrir uppgröft, menn við uppgröft, minjar uppgrafnar að hluta og loks að uppgrefti loknum. Þá hafa verið gerðar nokkrar grunn- myndir (1:100) er sýna helstu einkenni skálatóftarinnar. Ein þeirra er að mestu leyti eins og hreinteikningin sem var birt með skýrslum um rannsóknina. Þar eru sýndir stoðarsteinar, torfveggir í skála og útlínur skurða og könnunar- hola í skála og gryfju. í þessum gögn- um er að finna nokkrar skissur af eld- stæðum (1:50) og þversnið um aðalhús og afhýsi að gólfi, en engar sérteikn- ingar eru af því svæði sem var rannsak- að 1992. Við uppgröftinn 1908 voru teknar allnokkrar Ijósmyndir. I safni rannsóknargagna Bruuns eru varðveitt- ar 39 ljósmyndir úr uppgreftinum. Sýna þær rannsóknina á ýmsum stig- um og staka hluta mannvistarleifanna, þ.m.t. svokallaðan inngang „P” og holu „L“, sem vænta mátti að kæmu fram við rannsóknina 1992. Ymis vandamál eru fólgin í endur- uppgrefti. Yfirleitt eru fyrirhuguð uppgraftarsvæði óröskuð og jarðlög sem safnast hafa saman yfir fornum mannvistarleifum einsleit. Holur, skurðir, innskot og fyllingar í mann- vistarlögum teljast gjarnan hluti hinna fornu mannvirkja. Þar sem grafið hefur verið áður í vísindaskyni, getur reynst erfitt að ákvarða hvort slíkt rask sé frá fornri tíð eða spor eftir fyrri rannsak- endur. Jarðvegur sem kemur úr mann- vistarlögum, en hefur verið rótað, get- ur verið keimlíkur óröskuðum mann- vistarlögum. Þá spilla fyrri rannsóknir gjarnan samhengi og gera greiningu á jarðlagaskipan erfiðari viðureignar. Grundvallarforsenda enduruppgraftar er því úttekt á mörkum fyrri rann- sókna. Leitast var við að ákvarða stað fyrir uppgröftinn þar sem unnt væri að leita svara við öllum þremur rannsóknar- spurningunum án þess að raska mann- vistarleifum að ráði. Aðferð Daniels Bruun og Finns Jónssonar á sínum tíma var að grafa innan úr tóftinni allri og meintum afhýsum við norðurgafl (C) og suðvesturhorn (D) stóru tófrar- innar, en einungis stöku holur utan hennar. Undantekning frá þessu er svæðið sem þeir kölluðu „E” og liggur við norðvesturhorn aðaltóftarinnar (AB). Þar var grafinn skurður þvert yfir svæðið sem náði frá aðaltóftinni og 76
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Archaeologia Islandica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Archaeologia Islandica
https://timarit.is/publication/1160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.