Archaeologia Islandica - 01.01.1998, Blaðsíða 38
Adolf Friðriksson & Orri Vésteinsson
er gert ráð fyrir því í þjóðminjalög-
um.
• Gildi fornleifa væri ekki síður falið
í samhengi þeirra en í upplýsingum
um einstaka staði og því væri nauð-
synlegt að skrá upplýsingar um
umhverfi, skiptingu jarða og bún-
aðarhætti á skipulegan hátt sam-
hliða hinni eiginlegu fornleifa-
skráningu og hafa þau gögn að-
gengileg með fornleifaskrá.
Frá árinu 1993 hefur Fornleifastofnun
Islands unnið að fornleifaskráningu
víða um land og hefur jafnt og þétt
verið unnið að því að bæta skráningar-
kerfið og geymslu og miðlun gagn-
anna. Hér er ekki rúm til að gera ná-
kvæma grein fyrir aðferðum þeim sem
beitt er, en í næsta kafla er gefið yfirlit
um skráningarferlið og stöðu skrán-
ingar. Fornleifaskráning skiptist nú í
þrjú stig og eru þar höfð til viðmiðun-
ar hin þrjú stig skipulagsvinnu, þ.e.
svæðis-, aðal- og deiliskipulag.
Svœðisskráning
Svæðisskráning felst í að taka saman
gögn, annars vegar um þekktar forn-
leifar og hins vegar um atriði sem geta
gefið vísbendingar um staðsetningu og
gerð fornleifa. Á þeim grunni er lagt
mat á fjölda, dreifingu, eðli og ástand
menningarminja á viðkomandi svæði
og gerðar tillögur um verndun, nýt-
ingu og frekari athuganir. Niðurstaða
svæðisskráningar er annars vegar
skýrsla með heildarmati á menning-
arminjum á svæðinu og hins vegar
skrá yfir allar þær upplýsingar sem
safnað hefur verið ásamt kortagrunni
sem aðalskráning fornleifa mun síðan
byggja á.
Svæðisskráningu er lokið fyrir mið-
hálendi, Borgarfjörð norðan Skarðs-
heiðar, Vesturbyggð, Eyjafjörð og
Fljótsdalshérað auk þeirra hreppa og
minni svæða þar sem aðalskráning hef-
ur farið fram.
Aðalskráning
A þessu stigi skráningar er farið á vett-
vang og viðtöl tekin við ábúendur eða
aðra staðkunnuga. Markmið með við-
tölum er að endurskoða þær upplýs-
ingar sem þegar hefur verið safnað, fá
upplýsingar um nýja staði og leiðsögn
um viðkomandi landareign.
Með hliðsjón af munnlegum og rit-
uðum heimildum er síðan gengið á þá
minjastaði sem upplýsingar hafa feng-
ist um, en jafnframt eru athuguð svæði
þar sem líklegt getur talist, út frá
gróðurfari og öðrum aðstæðum, að
fornleifar leynist. Á velflestum minja-
stöðum eru tóftir eða aðrar mann-
virkjaleifar ekki sýnilegar og þar er
ekki annað gert en að komast sem næst
staðsetningu minjanna og færa hana á
kort, en það er gert með því að finna
hnattstöðu staðarins með staðsetning-
artæki. Þar sem fornleifar eru huldar
sjónum er lögð áhersla á að komast að
því fyrir hverskonar hnjaski þær geta
hafa orðið, hvernig aðstæður voru áður
á viðkomandi stað og reynt eftir föng-
um að meta hvort staðurinn sé enn í
hættu.
38