Archaeologia Islandica - 01.01.1998, Síða 28

Archaeologia Islandica - 01.01.1998, Síða 28
Adolf Friðriksson & Orri Vésteinsson fremur kumlarannsóknum. Skiluðu þær ekki einungis merku undirstöðu- riti um grafsiðu í fornöld heldur var með kumlatali Kristjáns komið lagi á skráningu á einum flokki minja á landinu öllu. Lauk hann við skráningu á þessum minjaflokki eftir heimildum og vettvangsferðum árið 1956 og nú 40 árum síðar stendur kumlaskrá hans eftir sem rækilegasta minjaskrá sem völ er á (Kristján Eldjárn 1956). I embættistíð Kristjáns sinnti Þjóð- minjasafnið hins vegar almennri forn- leifaskráningu lítið, en áhugi leik- manna vakti í sveitum landsins og Ar- bók birti enn árangurinn af starfi þeirra. Hér má nefna skráningu ör- nefna og minja, sem Jakob H. Líndal (1951) gerði á jörð sinni Lækjamóti í Víðidal 1948, og skráningu eyðibýla- minja í Helgafellssveit, sem Guð- brandur Sigurðsson (1957) vann. Áhugi á sögu og minjum eyðibyggða fór vaxandi á þessum árum og lagði Þjóðminjasafn fram sinn skerf. Eitt af fyrstu verkum Gísla Gestssonar í starfi sínu hjá safninu var eyðibyggðaskrán- ing. Fór hann um Þjórsárdal ásamt Jó- hanni Briem (1954) á árunum 1951- 53 og endurbættu þeir minjaskrá Brynjúlfs Jónssonar frá um 1870. Hef- ur Þjóðminjasafn ekki gefið út forn- leifaskrá af því tagi síðan. Þótt minja- staðaskráning hafi verið takmörkuð var engin ládeyða í skráningu á vegum safnsins. Mikill kraftur var í örnefna- söfnuninni á þessum árum, bæði á veg- um Fornleifafélagsins og síðar Þjóð- minjasafns sem tók við verkinu á sjötta áratugnum. Þá hófst einnig þjóðhátta- söfnun árið 1959 að undirlagi þjóð- minjavarðar. Vettvangsathuganir á vegum safnsins jukust stórlega og voru það einkum eftirlitsferðir og rannsókn- ir, en ekki skráning minja. Gamlar friðlýsingar héldu enn gildi sínu og var áhugi á að gera meira en gefa út þinglýst skjöl til að varðveita minjarn- ar. Þjóðminjavörður réðist í að útbúa friðlýsingarmerki 1964 og næstu árin á eftir var farið á friðlýsta staði og þeir merktir. I ársskýrslu um safnið fyrir árið 1963 segir Kristján (1965, 149) að farnar hafi verið „nokkrar ferðir um Reykjanes til þess að endurskoða frið- lýsingar, og er ætlunin, að þetta verði upphaf að allsherjar endurskoðun þess- ara mála í framtíðinni. Engum vafa er bundið, að brýna nauðsyn ber til að vinna slíkt verk, endurskoða allar eldri friðlýsingar, friðlýsa fleiri staði eftir því sem þörf þykir, og merkja alla frið- lýsta staði sérstöku friðlýsingarmerki.“ Minna varð úr þessum áformum en til stóð. Hefur þjóðminjavörður oft orðið fyrir vonbrigðum er hann kom á friðlýsta staði. Fjölda staða hafði verið spillt og í sumum tilfellum virtist friðlýsing byggð á misskilningi þar sem forveri hans hafði ekki komið á viðkomandi stað sjálfur heldur vísað í hálfrar aldar gamlar lýsingar. Merking friðlýstra minja hófst engu að síður og hefur verið haldið áfram síðan. En end- urskoðun eldri friðlýsinga er enn ekki hafin. Þó má með sanni segja að í verki hafi friðlýsingarstefnan verið endur- skoðuð. A árunum 1948-1963 voru aðeins 5 nýjir staðir teknir á friðlýs- 28
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168

x

Archaeologia Islandica

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Archaeologia Islandica
https://timarit.is/publication/1160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.