Jón á Bægisá - 01.12.2005, Síða 12

Jón á Bægisá - 01.12.2005, Síða 12
Jóhanna Þráinsdóttir konu. Ritið þýddi hann úr dönsku. Svo sérkennilega vill til að danski þýð- andinn sem þýddi það úr frummálinu, frönsku, átti svipaða sögu að baki. Honum hafði verið vísað frá guðfræðinámi þar eð hann var í tvígang stað- inn að óvígðri sambúð og það sitt með hvorri konunni. Hann lauk því aldrei prófi en fannst við hæfi, úr því svo fór sem fór, að titla sig studiosus emeritus. Það er því ekki fjarri lagi að ætla að fall þeirra félaga fýrir freistingum holdsins hafi átt sinn þátt í því að leiða þá út í þýðingar. Hvað Jóni við- víkur megum við vera þakklát fýrir, slíkur jöfur sem hann varð á því sviði. Sjálfur hefði hann þó varla tekið undir það ef marka má vísu sem líklega má rekja til þessara erfiðu tíma í ævi hans Lukkutjón þá að fer ört ekki er hægt að flýja. Betur hefði Guð minn gjört að gelda mig en vígja. Þeir félagar Jónas Hallgrímsson, Konráð Gíslason og Brynjólfur Pétursson unnu saman að þýðingu á Hugleiðingum Mynsters Sjálandsbiskups, sem nutu á sínum tíma geysilegra vinsælda hér á landi. Hvergi er að finna neina heimild um álit þeirra sjálfra á þeirri iðju. Hins vegar segir sagan að þeir hafi verið svo yfirþyrmdir þegar þeir höfðu mótað hinu meitluðu setningu: Önd mín er þreytt, hvar má hún finna hvíld? — að þeir hafi skellt sér á krá og fengið sér rækilega neðan í því. Haft er eftir presti einum sem var þeim samtíða í Kaupmannahöfn að ekki skildi hann hvernig það rit hefði getað fæðst í annarri eins svínastíu. Þar átti hann við íbúð sem þeir Jónas, Konráð og Brynjólfur deildu úti á Kristjánshöfn. Heimildir benda til að greiðslan fýrir verkið hafi vegið þungt er þeir félagar tóku það að sér, en þeir voru þá sem oftar staurblankir. Hvort það var svo sukkið á þýðendunum sem olli því að vissara þótti að láta þeirra hvergi getið í fýrstu tveimur útgáfum af Hugleiðingunum, 1839 og 1853, er ekki vitað. Eða kannski þótti bara ekki taka því, nokkuð sem enn vill brenna við. Og svona til mótvægis við viljandi eða óviljandi ótrúmennsku Jóns Ólafssonar við höfund skal hér kallaður til þýðandi sem hættir við þýðingu af einskærri trúmennsku við höfund. I ódagsettu bréfi til Benedikts Grön- dals sendir Steingrímur Thorsteinsson honum sýnishorn af þýðingu á broti úr Gleðileiknum guðdómlega eftir Dante. Því fýlgja eftirfarandi ummæli: „Ég fór að reyna mig á yfirskriftinni yfir Helvíti, en tókst 10 á .ddœý/rijá — Tímarit pýðenda nr. 9 / 2005
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Jón á Bægisá

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.