Jón á Bægisá - 01.12.2005, Síða 16

Jón á Bægisá - 01.12.2005, Síða 16
Emst Philipson festu, heldur og langtímum saman fyrir því að verða viðurkenndur - eða ‘þekktur’ einsog hann komst oftast sjálfur að orði. Þegar þessi skrýtni, slánalegi unglingur með hálflukt augu lagði leið sína til Konunglega leikhússins, skömmu eftir komuna til Kaupmannahafnar, hefur víst engum sem sá til hans getað dottið í hug, að þessi undarlega persóna í brúna slitna kjólnum, sem stóð þarna og horfði dreymnum augum á húsið, sem þá var markmið allra hans drauma, yrði þegar stundir liðu stærsta nafn sem danskar bókmenntir hafa nokkurntíma teflt fram. Og ekki hefði honum heldur sjálfum komið það til hugar. Endaþótt hann hefði þá þegar samið eitt og annað barnalegt, var markmið hans aðeins eitt: að fá stöðu við Konunglega leikhúsið. Og hana fékk hann! En nokkur tími leið þartil það gerðist. Tími sem hlýtur að hafa verið greyptur í hug hans til æviloka, jafnerfiður og vægðarlaus sem hann var. Andersen hafði komið innum Vesturport með tíu ríkisdali í vasanum — umþaðbil 20 [danskar] krónur - og fengið inni í ‘Lífvarðargarðinum’. Nú var fyrir mestu að útvega sér einhverjar tekjur, en jafnframt fara sparlega með þessa skildinga. Engu að síður fór Andersen í leikhúsið. Hann fékk sæti í svonefndri Kramarastúku og sat þar illa klemmdur rnilli húsmæðra borgarinnar, sem hámuðu í sig brauð með rúllupylsu og vínarbrauð í hlé- inu. Á næstu mánuðum reyndi hann að smeygja sér inn hjá fólki, sem gæti hjálpað honum áfram á framabrautinni. Það tókst — þó erfitt væri — og einnig það má telja til ótrúlegustu hluta! Öll byrjun er erfið, og hjá Andersen var hún erfiðari en orð fái lýst. Fyrsta tilraun hans til að komast í samband við hið langþráða leikhús mis- tókst strax. Iversen prentsmiðjustjóri í Óðinsvéum hafði látið hann fá meðmælabréf til Önnu Margrétar Schell dansmeyjar, en þar kom hann svo skrýtilega fram, að hún hélt hann væri hálfruglaður og flýtti sér að vísa honum á dyr. Næst heimsótti hann Knud Lyhne Rahbek prófessor í Bakkahúsinu, sem Iversen vinur hans hafði ráðlagt honum að leita til, en fagurfræðingnum Rahbek leist ekkert á þennan furðufugl og flýtti sér að ráðleggja honum að tala við leikhússtjórann sjálfan. En ekki fór betur þegar þangað kom! Leikhússtjórinn Frederik V. Holstein greifi sagði, að Andersen væri alltof horaður til að verða leikari. „Til þess þarf skrokk!“ einsog flóin er látin segja í Stökkgellunum og styðst þar eftilvill við reynslu höfundarins. „Kannski ég geti þá komist að sem dansari?“ spurði Andersen og lét sér hvergi bregða, en bætti við: „Og ef ég fæ stöðu með hundrað ríkisdala launum, ætti ég að geta fitnað.“ En allt kom fyrir ekki; það var ekki hægt að nota hann, og Andersen hélt leiðar sinnar í þungu skapi. Góð vinkona hans, Sofie Hermansen, sem hann hafði kynnst í póstvagninum frá Óðinsvéum, réð honum til að sæta fyrstu skipsferð heim - það yrði H Ó- Jföœpöiá — TÍMARIT ÞÝÐENDA NR. 9 / 2005
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Jón á Bægisá

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.