Jón á Bægisá - 01.12.2005, Side 37

Jón á Bægisá - 01.12.2005, Side 37
Tengsl listaskáldsins góiia og Ijóta andarungans Rætt um klæðnað Vinnuferð Þýtt ljóð (Dunar í trjá...) Ferð dag einn fyrir sláttinn Ekki rætt um klæðnað Skemmtiferð Vísun í ljóð Hórasar Nákvæm dagsetning ferðar Jónas gaf „Grasaferð“ ekki nafn sjálfur en fram kemur í Ritsafhi Jónasar Hallgrímssonar IV. bindi að hann hafi verið búinn að skrifa „Grasaferð“ 1836. (Skýringar ogskrár 1989: bls. 246) Sveinn Yngvi Egilsson nefnir í bók sinni Arfur og umbylting að „Grasaferð“ sé fyrsta íslenska smásagan (1999: bls. 74). Sagan gerist í íslenskri sveit þar sem höfundur er með miklar náttúrulýsingar, bæði á landslagi og veðráttu. Enn fremur eru fjölskyldu- hagir skýrðir mjög nákvæmlega. I textanum eru kynntar tvennar þýðingar á kvæðum, annað úr dönsku og hitt úr þýsku og söguhetjurnar tala saman um þessar þýðingar. Fodreise er, eins og áður kom fram, saga sem gerist í danskri borg. Auk þess fer hugur sögumanns á feiknalegt flug sem oft á tíðum er erfitt að fylgjast með, því höfundur vill koma að svo mikilli sögulegri og bókmenntalegri vitneskju. Samantekt á textum Jónasar „Grasaferð“, „Leggur og skel“ og „Fífill og hunangsfluga" birtust fyrst í Fjölni 1847 eftir dauða Jónasar. Þetta rit er í raun minningarrit um Jónas Hallgrímsson. „Salthólmsferð“ birtist löngu seinna í Eimreiðinni árið 1897 (Skýringar og skrár 1989: bls. 428). Jónas hefur greinilega sýnt ævintýrum áhuga eins og sjá má á þýðingu hans og Konráðs Gíslasonar á „Ævintírinu af Eggérti Glóa“ eftir Ludwig Tieck sem birtist í Fjölni 1835. Hann hefur sjálfur farið að vinna með ævintýraformið þótt ekki hafi neitt birst fyrr en eftir dauða hans. Og hvað var þá nærtækara fyrir Jónas en að sækja í sjóð danska ævintýraskáldsins sem skrifaði mikið á þessum árum og var uppfullur af alls kyns hugmyndum sem hann nýtti sér í skrifum sínum? Það voru því bæði hugmyndir um form og inntak sem Jónas fann í verkum H.C. Andersens og kom þeim á framfæri í þessum verkum sínum sem hann náði svo ekki að birta sjálfur. Þar sem „Ævintírinu af Eggérti Glóa“ var ekki vel tekið hefúr hann ákveðið að staðfæra ævintýrið Kjœrestefolkene í íslenskt menningarumhverfi þess tíma, þ.e. taka tillit til væntanlegs lesenda- hóps, íslenskra hefða, íslenskra landshátta, menningarsamfélags og sögu. Ævintýrið verður því kunnuglegt, ekki framandlegt. Þetta á við um bæði „Legg og skel“ og „Fífilinn og hunangsfluguna". Aftur á móti er annað uppi á teningnum þegar Jónas skrifar „Grasaferð" og „Salthólmsferð“. Þetta eru ferðasögur, önnur í dagbókarformi og hin skáldsaga. Þarna er fposr úF Til þess þarf skrokk! 35

x

Jón á Bægisá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.