Jón á Bægisá - 01.12.2005, Page 62

Jón á Bægisá - 01.12.2005, Page 62
H. C. Andersen 7. árg. Aprílmánuður. No. 1. Næturgalinn (framh.) Á hverju augnabliki ljet hann í ljósi gleði sína yfir lofinu, sem ritað var um borgina, höllina og aldingarðinn; en í öllum bókunum stóð: „Næturgalinn er langbestur.“ „Hvað er þetta“ ? sagði keisarinn; „um hann hef jeg enga hugmynd; það er merkilegt, að jeg skuli þurfa að lesa um fuglinn þann arna, að jeg skuli ekkert vita um hann, þó er hann í keisaradæmi mínu, og það sem meira er, í aldingarðinum mínum.“ Nú kallaði keisarinn á hirðstjórann sinn; hann var svo drembilátur, að hann sagði ekkert, nema „P“, þegar einhver ótignari en hann sjálfur, talaði við hann; en „P“ þýðir ekki neitt. „Hjer á að vera einkar merkilegur fugl,“ sagði keisarinn; „það er sagt að hann sje hið langbesta, sem til er í ríki mínu; hvers vegna hef jeg aldrei heyrt neitt talað um hann?“ „Jeg hef aldrei heyrt hans gedð,“ sagði hirðstjórinn; hann hefur aldrei komið til hirðarinnar.“ „Jeg vil að hann komi hingað í kveld og syngi fyrir mig,“ sagði keisarinn; „það er merkilegt, að allur heimurinn skuli vita af því, sem jeg á, en jeg skuli ekki vita það sjálfur.“ „Jeg hef aldrei heyrt talað um hann,“ sagði hirðstjórinn; en jeg skal leita að honum, jeg skal finna hann.“ En hvar var hans að leita? Hirðstjórinn hljóp upp og niður allar tröppur, um alla sali og ganga, en enginn af þeim, sem hann hitti, hafði heyrt getið um næturgalann. Hirðstjórinn fór nú aptur til keisarans, og sagði, að sagan um næturgalann hlyti að vera lygasaga. „Yðar hátign má með engu móti trúa þeim sem skrifa bækur; það sem þeir segja, er tómur tilbúningur, og sumt er jafnvel galdur." „En hinn voldugi Japanskeisari hefur sent mjer bókina, sem jeg las í um næturgalann,“ sagði keisarinn; “það hlýtur að vera satt. Jeg vil fá að heyra þennan næturgala syngja; jeg vil, að hann komi í kveld; hann er búinn að öðlast alhylli mína. Ef hann kemur ekki, skal öll hirðin barin á kviðinn, þegar búið er að borða kveldverð.“ „Tsing-pe“, sagði hirðstjórinn, og hljóp aptur upp og ofan alla sali og ganga. Helmingur hirðarinnar hljóp með honum, því að enginn vildi láta berja sig þar, sem keisarinn hafði sagt. Allir spurðu um næturgalann,“ sem allur heimurinn, en enginn við hirðina þekkti. Loksins komu þeir fram í eldhúsið; þar var fátæk stúlka, sem sagði: „Er 60 á .^f/ydiá — Tímarit þýðenda nr. 9 / 2005

x

Jón á Bægisá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.